Faraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabil heimsins í tvö til þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 La Liga á Spáni ætlar að reyna að klára 2019-20 tímabilið en það á eftir að koma í ljós hvort það sé mögulegt. Hér er táknræn mynd af leikbolta deildarinnar með grímu. Getty//Europa Press Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira