HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 09:00 Pétur Árni Hauksson skoraði 3,6 mörk í leik í 19 leikjum með HK-liðnu í Olís deildinni í vetur og var að auki með 2,4 stoðsendingar að meðaltali. Vísir/Bára Handboltamaðurinn Pétur Árni Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna um síðustu helgi en í yfirlýsingu frá HK kemur fram að Pétur hafi verið með samning við HK út næsta tímabil. HK furðar sig á því að viðræður hafi átt sér stað milli Péturs og Stjörnunnar sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá HK þá var rennur samningur Péturs Árna Haukssonar við HK ekki út fyrr en í júní 2021. Stjarnan bað HK ekki um leyfi til að ræða við leikmanninn en reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningaviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. HK hefur sent inn formlega kvörtun til Handknattsleikssambands Íslands vegna málsins en lítur samt svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu og þakkar Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og HK óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttatilkynninguna frá handknattleiksdeild HK vegna félagaskipta Péturs Árna Haukssonar. Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK. Olís-deild karla HK Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Handboltamaðurinn Pétur Árni Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna um síðustu helgi en í yfirlýsingu frá HK kemur fram að Pétur hafi verið með samning við HK út næsta tímabil. HK furðar sig á því að viðræður hafi átt sér stað milli Péturs og Stjörnunnar sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá HK þá var rennur samningur Péturs Árna Haukssonar við HK ekki út fyrr en í júní 2021. Stjarnan bað HK ekki um leyfi til að ræða við leikmanninn en reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningaviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. HK hefur sent inn formlega kvörtun til Handknattsleikssambands Íslands vegna málsins en lítur samt svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu og þakkar Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og HK óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttatilkynninguna frá handknattleiksdeild HK vegna félagaskipta Péturs Árna Haukssonar. Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK.
Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK.
Olís-deild karla HK Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira