Logi Ólafs hefði gert FH að Íslandsmeisturum ef Siggi Jóns hefði getað spilað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 13:00 Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga Ólafssyni og átti síðan eftir að þjálfa lið í sænsku deildinni. EPA/GORM KALLESTAD Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sjá meira
Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH
Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sjá meira