Logi Ólafs hefði gert FH að Íslandsmeisturum ef Siggi Jóns hefði getað spilað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 13:00 Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga Ólafssyni og átti síðan eftir að þjálfa lið í sænsku deildinni. EPA/GORM KALLESTAD Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH
Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira