„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 14:35 Hildur Ingvarsdóttir er skólameistari Tækniskólans. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira