Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2020 23:30 Vinnumálastofnun hafa aldrei áður borist svo margar tilkynningar um hópuppsagnir og í dag og í gær. Vísir/Hanna Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira