Fyrirtæki illa undir kreppu búin: Mat á stjórnendum og starfsfólki Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. maí 2020 09:00 Hversu vel er fyrirtækið þitt undir það búið að takast á við komandi kreppu og samdráttarskeið? Vísir/Getty Í kjölfar bankahruns voru ýmsar rannsóknir framkvæmdar um þá eiginleika sem best nýttust hjá stjórnendum og starfsfólki sem náðu að sigla fyrirtækjum í gegnum þá kreppu. Laust fyrir síðustu áramót voru síðan kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem viðfangsefnið var að meta hversu vel eða illa, stjórnendur og starfsfólk væru í stakk búnir til að takast á við næstu kreppu. Niðurstöður sýndu að um helmingur stjórnenda og starfsfólks hefðu ekki það sem til þyrfti. Rannsóknin var framkvæmd af fyrirtækinu VitalSmarts í Bandaríkjunum, en það fyrirtæki sérhæfir sig í fyrirtækjaþjálfun og þróun á leiðtogafærni. Einn helsti forsvarsmaður VitalSmarts er David Maxfield, höfundur metsölubókanna Crucial Accountability, Influencer og Change Anything og ráðgjafi fyrir Fortune 500. Í úrtaki rannsóknarinnarvoru 1080 starfsmenn, bæði stjórnendur og starfsfólk. Samkvæmt niðurstöðum töldu stjórnendur að 47% starfsfólks þeirra hefði ekki getu til að takast á við niðursveiflu. Þá töldu 52% stjórnenda að starfsfólk þeirra hefði ekki mikla hæfni til að taka þátt í raunhæfum ákvarðanatökum um aðgerðir sem tryggja ættu að fyrirtækið myndi lifa af kreppu. Stjórnendur höfðu hins vegar minni áhyggjur af því að starfsfólk næði ekki að auka við framleiðni sína í starfi. Að sama skapi hafði starfsfólk ekki mikla trú á stjórnendum sínum. Þannig sögðust 52% starfsfólks ekki hafa trú á því að þeirra stjórnendur hefði það sem til þyrfti til að takast vel á við kreppu og aðeins 7,3% starfsfólks hafði trú á því að æðsti stjórnandi fyrirtækisins hefði leiðtogafærni til þess að gera áætlanir, miðla upplýsingum eða leiða áfram nauðsynlegar breytingar til þess að koma fyrirtækinu í gegnum kreppu. Mikilvægustu fimm styrkleikaþættirnir En hvaða styrkleika þurfa stjórnendur og starfsfólk að búa yfir til að koma fyrirtækjunum þeirra í gegnum kreppu? Í viðtali við Business Insider segir Maxfield að til þess að kalla fram þessar niðurstöður, hefði verið horft á þá fimm þætti sem kreppan í kjölfar bankahruns sýndi að hefðu skipt hvað mestu máli. Þessi fimm atriði eru: «Samskipti: Hversu opin eru þau, hversu líklegt/ólíklegt er að starfsfólk tjái sig, hversu einfaldar eða hraðar eru boðleiðir o.fl. «Sveigjanleiki: Hversu vel í stakk búin eru stjórnendur og starfsfólk til að taka hratt upp nýtt og skilvirkara verklag, hversu hratt er fólk tilbúið til að láta af viðjum vanans fyrir eitthvað nýtt og öðruvísi. «Framleiðni: Hversu líklegt er að stjórnendum og starfsfólki takist að auka á sína eigin framleiðni í starfi í kjölfar hagræðingaaðgerða og niðurskurðar. «Þrautseigja: Fyrir lágu upplýsingar um að algeng mistök stjórnenda í samdrætti væri að boða aðgerðir en ná síðan ekki að fylgja áformum alveg eftir. Því var kannað hversu líklegt stjórnendur og starfsfólk væri til þess að fylgja eftir áformum. «Leiðtogafærni: Hversu mikla hæfni hafa æðstu stjórnendur í því að fá fólk og teymi til að þétta raðirnar og beina sjónum sínum á nýjar brautir ef þess þarf. Stjórnun Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í kjölfar bankahruns voru ýmsar rannsóknir framkvæmdar um þá eiginleika sem best nýttust hjá stjórnendum og starfsfólki sem náðu að sigla fyrirtækjum í gegnum þá kreppu. Laust fyrir síðustu áramót voru síðan kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem viðfangsefnið var að meta hversu vel eða illa, stjórnendur og starfsfólk væru í stakk búnir til að takast á við næstu kreppu. Niðurstöður sýndu að um helmingur stjórnenda og starfsfólks hefðu ekki það sem til þyrfti. Rannsóknin var framkvæmd af fyrirtækinu VitalSmarts í Bandaríkjunum, en það fyrirtæki sérhæfir sig í fyrirtækjaþjálfun og þróun á leiðtogafærni. Einn helsti forsvarsmaður VitalSmarts er David Maxfield, höfundur metsölubókanna Crucial Accountability, Influencer og Change Anything og ráðgjafi fyrir Fortune 500. Í úrtaki rannsóknarinnarvoru 1080 starfsmenn, bæði stjórnendur og starfsfólk. Samkvæmt niðurstöðum töldu stjórnendur að 47% starfsfólks þeirra hefði ekki getu til að takast á við niðursveiflu. Þá töldu 52% stjórnenda að starfsfólk þeirra hefði ekki mikla hæfni til að taka þátt í raunhæfum ákvarðanatökum um aðgerðir sem tryggja ættu að fyrirtækið myndi lifa af kreppu. Stjórnendur höfðu hins vegar minni áhyggjur af því að starfsfólk næði ekki að auka við framleiðni sína í starfi. Að sama skapi hafði starfsfólk ekki mikla trú á stjórnendum sínum. Þannig sögðust 52% starfsfólks ekki hafa trú á því að þeirra stjórnendur hefði það sem til þyrfti til að takast vel á við kreppu og aðeins 7,3% starfsfólks hafði trú á því að æðsti stjórnandi fyrirtækisins hefði leiðtogafærni til þess að gera áætlanir, miðla upplýsingum eða leiða áfram nauðsynlegar breytingar til þess að koma fyrirtækinu í gegnum kreppu. Mikilvægustu fimm styrkleikaþættirnir En hvaða styrkleika þurfa stjórnendur og starfsfólk að búa yfir til að koma fyrirtækjunum þeirra í gegnum kreppu? Í viðtali við Business Insider segir Maxfield að til þess að kalla fram þessar niðurstöður, hefði verið horft á þá fimm þætti sem kreppan í kjölfar bankahruns sýndi að hefðu skipt hvað mestu máli. Þessi fimm atriði eru: «Samskipti: Hversu opin eru þau, hversu líklegt/ólíklegt er að starfsfólk tjái sig, hversu einfaldar eða hraðar eru boðleiðir o.fl. «Sveigjanleiki: Hversu vel í stakk búin eru stjórnendur og starfsfólk til að taka hratt upp nýtt og skilvirkara verklag, hversu hratt er fólk tilbúið til að láta af viðjum vanans fyrir eitthvað nýtt og öðruvísi. «Framleiðni: Hversu líklegt er að stjórnendum og starfsfólki takist að auka á sína eigin framleiðni í starfi í kjölfar hagræðingaaðgerða og niðurskurðar. «Þrautseigja: Fyrir lágu upplýsingar um að algeng mistök stjórnenda í samdrætti væri að boða aðgerðir en ná síðan ekki að fylgja áformum alveg eftir. Því var kannað hversu líklegt stjórnendur og starfsfólk væri til þess að fylgja eftir áformum. «Leiðtogafærni: Hversu mikla hæfni hafa æðstu stjórnendur í því að fá fólk og teymi til að þétta raðirnar og beina sjónum sínum á nýjar brautir ef þess þarf.
Stjórnun Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira