Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 11:39 Donald Trump segir ríkisstjórn Bandaríkjanna íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn. EPA/JIM LO SCALZO Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. Leyniþjónusta Bandaríkjanna gaf það út í gær að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistir. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hefur Trump blásið kenningunum byr undir báða vængi og ítrekað haldið því fram að upptök veirunnar séu önnur en náttúruleg og hótað að láta Kína gjalda fyrir útbreiðslu hennar. Trump hefur ekki látið á sér standa og gagnrýndi einnig Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina á dögunum fyrir viðbrögð við veirunni. Í kjölfarið frysti hann greiðslur Bandaríkjanna til stofnunarinnar. Trump ýjaði að því í viðtali við Reuters í gær að Kínverjar hefðu vísvitandi sleppt faraldrinum lausum og þráast við að birta upplýsingar um ógnina sem af honum stafaði. Aðalástæðan væri að koma í veg fyrir endurkjör Trump í forsetakosningunum í haust og tryggja kjör Joe Biden, frambjóðandaefnis Demókrata. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir veiruna ekki vera manngerða Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. 30. apríl 2020 23:56 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Trump stöðvar lokun sláturhúsa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins. 29. apríl 2020 08:01 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. Leyniþjónusta Bandaríkjanna gaf það út í gær að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistir. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hefur Trump blásið kenningunum byr undir báða vængi og ítrekað haldið því fram að upptök veirunnar séu önnur en náttúruleg og hótað að láta Kína gjalda fyrir útbreiðslu hennar. Trump hefur ekki látið á sér standa og gagnrýndi einnig Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina á dögunum fyrir viðbrögð við veirunni. Í kjölfarið frysti hann greiðslur Bandaríkjanna til stofnunarinnar. Trump ýjaði að því í viðtali við Reuters í gær að Kínverjar hefðu vísvitandi sleppt faraldrinum lausum og þráast við að birta upplýsingar um ógnina sem af honum stafaði. Aðalástæðan væri að koma í veg fyrir endurkjör Trump í forsetakosningunum í haust og tryggja kjör Joe Biden, frambjóðandaefnis Demókrata.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir veiruna ekki vera manngerða Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. 30. apríl 2020 23:56 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Trump stöðvar lokun sláturhúsa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins. 29. apríl 2020 08:01 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir veiruna ekki vera manngerða Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. 30. apríl 2020 23:56
Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45
Trump stöðvar lokun sláturhúsa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins. 29. apríl 2020 08:01