Verðum að sýna þolgæði til að komast í gegn um næstu mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 14:53 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans lagði áherslu á að þjóðin sýndi þolgæði eða þrautseigju á komandi misserum. Lögreglan „Þó stærsta orrustan sé unnin í stríðinu þá er stríðinu langt í frá lokið. Eins og við þreytumst ekki á að minna á þá þurfum við að halda vöku okkar því hættan er sú að veiran blossi upp aftur og þá er eins gott að vera viðbúin og það ætlum við að vera.“ Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Páll segir að það muni reyna á að halda út næstu mánuði. Það muni reynast erfiðara en farsóttin verði ekki unnin á einni nóttu, ekki frekar en önnur heilsufarsvandamál. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræktum með okkur þann eiginleika að gefa hlutum tíma til að ná árangri. Hlutirnir þurfa sinn tíma, þessi farsótt þarf sinn tíma, næstu mánuði að minnsta kosti.“ „Innan geðheilbrigðisfræða hefur á undanförnum árum vaxandi athygli beinst að hugtakinu „resilience“ sem á íslensku hefur verið þýtt með orðinu þrautseigja eða seigla. Mér finnst reyndar að orðið þolgæði, að vera þolgóður, betra hugtak þarna. Því það dregur fram að þetta snýst ekki um það að þrauka heldur um það jákvæða að þola erfiðleika. Að komast í gegn um þá og jafnvel læra af reynslunni,“ segir Páll. Hann varpar fram þeirri spurningu hvað það sé að vera þrautseigur eða þolgóður. „Það sem einkennir hinn þolgóða er hæfileikinn til að muna markmiðið sem stefnt er að. Að missa ekki sjónar á því og láta ekki áföll breyta sér heldur gefa eftir, bogna, koma svo til baka og halda áfram ótrauður.“ Hann segir ástæðu þess að geðheilbrigðisstarfsmenn hafi áhuga á þessu hugtaki sá þá að það lendi allir í áföllum á ævi sinni eða þurfa að vinna undir miklu álagi. Þolgæði sé mikilvægur þáttur sem efli okkur til að takast á við þessi áföll. Með því að byggja það upp þá styrkjumst við. Enginn er eyland „Hæfileiki einstaklinga til að sýna þolgæði eða þrautseigju er ekki fasti. Hann er ekki eitthvað óumbreytanlegt heldur breytilegur,“ segir Páll „Í grunnin höfum við einhvern persónuleika en svo skipta viðhorf okkar til erfiðleika, það hvort við skiljum ástæðu þeirra eða hvort við sjáum í þeim tilgang, mjög miklu máli. Það má svo ekki gleyma því að það umhverfi sem við búum við er gríðarlega mikilvægt. Jafnvel mikilvægara í grunninn en hversu sterk við sjálf erum, því það er enginn eyland.“ Hann leggur mikilvægi á það að stuðningur fjölskyldu, vina og velferðarkerfisins ekki síst, þess kerfis sem byggt hafi verið upp hér til að styðja við hvert annað á erfiðum tímum, sé ekki síður hluti af þolgæði okkar og seiglu sem samfélags en hver einstaklingur. Þá nefnir hann grein sem birt var í tímaritinu The Lancet í morgun þar sem einkenni þeirra samfélaga sem best hafa brugðist við faraldrinum eru dregin fram. „Það eru samfélög sem hafa náð að vinna saman sem heild. Í baráttu við farsótt þá skilar sérgæska og fókus á þröngan eiginhag fólki bara ofan í gröfina,“ segir Páll. „Við þurfum að vera minnug þess að stjórnvöld hvers lands geta ekki bara gert kröfur á þegnana að sýna fórnfýsi og breyta hegðun sinni. Þegnarnir geta líka gert kröfur á stjórnvöld hvers lands að standa undir þeirri ábyrgð sinni að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins og hugsa um almannaheill.“ „Það er ljóst að hér, eins og annars staðar, þurfum við að setja aukna áherslu á það að tryggja og byggja upp heilbrigðiskerfið á næstu árum. Sá heimur sem við sjáum glitta í handan við kóf farsóttarinnar áttar sig á mikilvægi góðra heilbrigðisvarna umfram flest annað.“ „Tilgangurinn með því að passa okkur áfram og halda vöku okkar er sá að komast í gegn um þessa farsótt með sem allra minnstum skaða. Við náum að auðsýna þolgæði með því að hafa í huga að vernda það líf sem við búum við og með því að gæta hvers annars, styðja við hvert annað og muna að við erum eins og varnarkeðja. Ekki sterkari en veikasti hlekkurinn þannig að við styrkjum þá sem veikast standa og munum að öll él styttir upp um síðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Einn greindist með Covid-19 Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. 1. maí 2020 13:26 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 1. maí 2020 13:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þó stærsta orrustan sé unnin í stríðinu þá er stríðinu langt í frá lokið. Eins og við þreytumst ekki á að minna á þá þurfum við að halda vöku okkar því hættan er sú að veiran blossi upp aftur og þá er eins gott að vera viðbúin og það ætlum við að vera.“ Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Páll segir að það muni reyna á að halda út næstu mánuði. Það muni reynast erfiðara en farsóttin verði ekki unnin á einni nóttu, ekki frekar en önnur heilsufarsvandamál. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræktum með okkur þann eiginleika að gefa hlutum tíma til að ná árangri. Hlutirnir þurfa sinn tíma, þessi farsótt þarf sinn tíma, næstu mánuði að minnsta kosti.“ „Innan geðheilbrigðisfræða hefur á undanförnum árum vaxandi athygli beinst að hugtakinu „resilience“ sem á íslensku hefur verið þýtt með orðinu þrautseigja eða seigla. Mér finnst reyndar að orðið þolgæði, að vera þolgóður, betra hugtak þarna. Því það dregur fram að þetta snýst ekki um það að þrauka heldur um það jákvæða að þola erfiðleika. Að komast í gegn um þá og jafnvel læra af reynslunni,“ segir Páll. Hann varpar fram þeirri spurningu hvað það sé að vera þrautseigur eða þolgóður. „Það sem einkennir hinn þolgóða er hæfileikinn til að muna markmiðið sem stefnt er að. Að missa ekki sjónar á því og láta ekki áföll breyta sér heldur gefa eftir, bogna, koma svo til baka og halda áfram ótrauður.“ Hann segir ástæðu þess að geðheilbrigðisstarfsmenn hafi áhuga á þessu hugtaki sá þá að það lendi allir í áföllum á ævi sinni eða þurfa að vinna undir miklu álagi. Þolgæði sé mikilvægur þáttur sem efli okkur til að takast á við þessi áföll. Með því að byggja það upp þá styrkjumst við. Enginn er eyland „Hæfileiki einstaklinga til að sýna þolgæði eða þrautseigju er ekki fasti. Hann er ekki eitthvað óumbreytanlegt heldur breytilegur,“ segir Páll „Í grunnin höfum við einhvern persónuleika en svo skipta viðhorf okkar til erfiðleika, það hvort við skiljum ástæðu þeirra eða hvort við sjáum í þeim tilgang, mjög miklu máli. Það má svo ekki gleyma því að það umhverfi sem við búum við er gríðarlega mikilvægt. Jafnvel mikilvægara í grunninn en hversu sterk við sjálf erum, því það er enginn eyland.“ Hann leggur mikilvægi á það að stuðningur fjölskyldu, vina og velferðarkerfisins ekki síst, þess kerfis sem byggt hafi verið upp hér til að styðja við hvert annað á erfiðum tímum, sé ekki síður hluti af þolgæði okkar og seiglu sem samfélags en hver einstaklingur. Þá nefnir hann grein sem birt var í tímaritinu The Lancet í morgun þar sem einkenni þeirra samfélaga sem best hafa brugðist við faraldrinum eru dregin fram. „Það eru samfélög sem hafa náð að vinna saman sem heild. Í baráttu við farsótt þá skilar sérgæska og fókus á þröngan eiginhag fólki bara ofan í gröfina,“ segir Páll. „Við þurfum að vera minnug þess að stjórnvöld hvers lands geta ekki bara gert kröfur á þegnana að sýna fórnfýsi og breyta hegðun sinni. Þegnarnir geta líka gert kröfur á stjórnvöld hvers lands að standa undir þeirri ábyrgð sinni að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins og hugsa um almannaheill.“ „Það er ljóst að hér, eins og annars staðar, þurfum við að setja aukna áherslu á það að tryggja og byggja upp heilbrigðiskerfið á næstu árum. Sá heimur sem við sjáum glitta í handan við kóf farsóttarinnar áttar sig á mikilvægi góðra heilbrigðisvarna umfram flest annað.“ „Tilgangurinn með því að passa okkur áfram og halda vöku okkar er sá að komast í gegn um þessa farsótt með sem allra minnstum skaða. Við náum að auðsýna þolgæði með því að hafa í huga að vernda það líf sem við búum við og með því að gæta hvers annars, styðja við hvert annað og muna að við erum eins og varnarkeðja. Ekki sterkari en veikasti hlekkurinn þannig að við styrkjum þá sem veikast standa og munum að öll él styttir upp um síðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Einn greindist með Covid-19 Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. 1. maí 2020 13:26 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 1. maí 2020 13:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Einn greindist með Covid-19 Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. 1. maí 2020 13:26
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 1. maí 2020 13:15