Segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki of há Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:40 Geir Þorsteinsson er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri ÍA. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira