Tilvalið að ráðast í úrbætur nú þegar ferðamenn eru færri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 10:57 Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins. Vísir/Egill Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40
Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26
Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00