Þekkingin skiptir öllu máli Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun