Skoða sín mál eftir að hafa flogið smekkfullri vél Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 08:44 Airbus-þota á vegum Air Lingus. Getty/ Nicolas Economou Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv. Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv.
Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15
Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30