Ekki hósta! Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:00 Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun