Segir HK með veikari hóp í ár: Var á leið til Englands að skoða leikmenn Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 20:00 Brynjar Björn var svekktur með úrslitin. vísir/bára Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á. Brynjar Björn var gestur í Sportinu í dag þar sem farið var yfir víðan völl og þar var einnig komið inn á leikmannamarkaðinn þar sem HK hefur ekki verið að gera stóra hluti heldur frekar misst leikmenn. „Ég vona að við fáum að bæta aðeins í en á sama tíma er ég undirbúinn að fara inn í mótið með þennan hóp. Til að byrja með gef ég mér þær forsendur að ég fari með þennan hóp inn í mótið,“ sagði Brynjar. „Það þýðir lítið að vinna með ef og hefði. Staðan er svona. Við höfum reynt við leikmenn en ekki náð þeim leikmönnum sem við höfum reynt að ná í. Við erum í dag með veikari hóp. Við erum með áþekkt lið en örlítið veikari hóp. Útlitið í dag er þannig að mótið mun spilast þétt og hratt og þá þarftu að vera með smá dýpt í hópnum.“ Hann segir að HK hafi verið byrjað að leita að styrkingu er kórónuveiran skall á. Brynjar ætlaði að nýta tengingar sínar í Englandi. „Við vorum farnir að leita út fyrir landsteinana í byrjun mars. Við erum aðallega að leita að leikmönnum hér heima á Íslandi; hvort sem það eru eldri og reyndari eða yngri og efnilegri leikmenn sem gætu fengið tækifæri hjá HK að spila í efstu deild.“ „Ég var farinn að setja mig í samband við menn úti í Englandi, til að byrja með, og var á leiðinni þangað út að kíkja á leikmenn,“ sagði Brynjar. Klippa: Sportið í dag - Brynjar Björn um frekari liðsstyrk til HK Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. HK Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á. Brynjar Björn var gestur í Sportinu í dag þar sem farið var yfir víðan völl og þar var einnig komið inn á leikmannamarkaðinn þar sem HK hefur ekki verið að gera stóra hluti heldur frekar misst leikmenn. „Ég vona að við fáum að bæta aðeins í en á sama tíma er ég undirbúinn að fara inn í mótið með þennan hóp. Til að byrja með gef ég mér þær forsendur að ég fari með þennan hóp inn í mótið,“ sagði Brynjar. „Það þýðir lítið að vinna með ef og hefði. Staðan er svona. Við höfum reynt við leikmenn en ekki náð þeim leikmönnum sem við höfum reynt að ná í. Við erum í dag með veikari hóp. Við erum með áþekkt lið en örlítið veikari hóp. Útlitið í dag er þannig að mótið mun spilast þétt og hratt og þá þarftu að vera með smá dýpt í hópnum.“ Hann segir að HK hafi verið byrjað að leita að styrkingu er kórónuveiran skall á. Brynjar ætlaði að nýta tengingar sínar í Englandi. „Við vorum farnir að leita út fyrir landsteinana í byrjun mars. Við erum aðallega að leita að leikmönnum hér heima á Íslandi; hvort sem það eru eldri og reyndari eða yngri og efnilegri leikmenn sem gætu fengið tækifæri hjá HK að spila í efstu deild.“ „Ég var farinn að setja mig í samband við menn úti í Englandi, til að byrja með, og var á leiðinni þangað út að kíkja á leikmenn,“ sagði Brynjar. Klippa: Sportið í dag - Brynjar Björn um frekari liðsstyrk til HK Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
HK Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira