„Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 23:26 Bayle Gelle sýnir fjölmiðlum mynd af Dolal Idd, 22 ára syni hans, sem lögregla í Minneapolis skaut til bana á miðvikudag. Chao Xiong/Star Tribune/AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00
Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59
Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06