Svifryksmengun mældist þrefalt yfir heilsuverndarmörkum í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 12:45 Þorsteinn Jóhannsson. Vísir Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda og mældist hæsta gildið þrefalt yfir mörkum. Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn. Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn.
Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20