Afgreiðslustúlku á Hlemmi ógnað og hún elt inn á starfsmannarými Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. janúar 2021 09:01 Við Hlemm er að finna eina þeirra mathalla sem skotið hafa upp kollinum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Öryggisgæsla er í skötulíki og þann 3. október var veist að stúlku sem var að afgreiða hjá Brauð & Co, sem nú hefur hætt starfsemi á Hlemmi. Vísir/Vilhelm Súrdeigsbakaríið Brauð & Co hefur lokað útibúi sínu við Hlemm Mathöll. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástæðuna meðal annars þá að ekki sé unnt að tryggja öryggi starfsmanna á Hlemmi. Á dögunum, eða 3. október, kom upp alvarlegt atvik þar sem einstaklingur í annarlegu ástandi, fastagestur á Hlemmi, réðst á starfsmann bakarísins. „Þetta er ekki eina skiptið. Starfsfólk okkar og örugglega hjá fleiri stöðum, þó ég geti ekki staðfest það, hefur lent í áreiti sem er alltaf möguleiki í þjónustustörfum. Einhverra hluta vegna er þetta mun meira á Hlemmi en í öðrum útibúum okkar,“ segir Sigurður Máni Helguson, framkvæmdastjóri Brauðs & Co, í samtali við Vísi. Hann segir að svo virðist sem þetta hafi færst í aukana eftir að ferðamennirnir hurfu úr miðborginni. Elt inn í starfsmannarými Vísir hefur fyrir því heimildir að maður sem ekki virtist í andlegu jafnvægi og annarlegu ástandi að auki hafi veist að afgreiðslustúlku Brauð og co. Hún hafi reynt að forða sér inn á starfsmannaaðstöðu en maðurinn ruðst inn á eftir henni. Þar hafi hann ógnað stúlkunni. Stúlkunni mun vera afar brugðið eftir atburðinn og þeir sem eru við afgreiðslustörf á Hlemmi sé afar brugðið eftir atburðinn og telja þau lítið öryggi því samfara að Hlemmur standi gegnt lögreglustöðinni við Hverfisgötu. „Hlemmur er eins og Hlemmur er“ Sigurður Máni segir þetta einangraða atvik ekki einu ástæðuna fyrir því að tekin var ákvörðun um að loka útibúi bakarísins á Hlemmi. „Hlemmur er eins og Hlemmur er. Þetta er flott eining og hefur tekist að mörgu leyti, en einhverra hluta vegna er eins og það sé einhver andi yfir þessu plássi og það vill oft gerast að fólk sem er annaðhvort veikt eða í einhverju ástandi sækir þarna inn á ákveðnum tíma vikunnar eða ákveðnum tíma dags. Við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi starfsfólks okkar,“ segir Sigurður. Brauð & Co opnaði útibú sitt að Hlemmi í lok sumars 2017. Öryggisgæslan farin Vísi tókst ekki við vinnslu þessarar fréttar að ná tali af rekstraraðilum Hlemms mathallar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, bæði um helgina og í gær. Fyrir rúmum tveimur árum fjallaði DV um reksturinn en fyrirtækið Hlemmur Mathöll ehf. leigir gömlu strætómiðstöðina við Laugaveg 107 af Reykjavíkurborg. „Félagið er í 100% eigu Ocean Innovation ehf. en það félag er síðan í 100% eigu Íslenska sjávarklasans ehf. 100% eigandi þess félags er Þór Sigfússon,“ segir í fréttinni. Þar er rakið að um sé að ræða hagstæðan samningur fyrir Hlemm sem fékk húsnæðið í hendur frá Reykjavíkurborg, eftir að borgin hafði lagt mikið fé í endurgerð þess, endanlegur kostnaður við Mathöllina á Hlemmi varð 308 milljónir króna. Hlemmur Mathöll framleigir svo rými til annarra sem eru með starfsemi í ólíkum básum með verulegum hagnaði ef marka má umfjöllun DV. „Ég hef alveg heyrt þá umræðu að samningarnir séu hagstæðir,“ sagði Þór í samtali við DV þá. En benti á að það hafi verið ofboðslega vinna að koma verkefninu af stað og margir ófyrirséðir kostnaðarliðir sem hafa lent á okkur sem leigutökum. „Til dæmis hefur kostnaðurinn við öryggisgæsluna á Hlemmi verið mun meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Að sögn þeirra sem starfa við afgreiðslustörf á Hlemmi er þessi öryggisgæsla í skötulíki og sinna þeir henni eftir atvikum sem starfa þar við afgreiðslu. Vísir fékk þau svör frá Reykjavíkurborg að í leigusamningi borgarinnar við Hlemm mathöll ehf. væru engin ákvæði um að rekstraraðili skuli sjá til þess að öryggisgæsla sé á staðnum. Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Á dögunum, eða 3. október, kom upp alvarlegt atvik þar sem einstaklingur í annarlegu ástandi, fastagestur á Hlemmi, réðst á starfsmann bakarísins. „Þetta er ekki eina skiptið. Starfsfólk okkar og örugglega hjá fleiri stöðum, þó ég geti ekki staðfest það, hefur lent í áreiti sem er alltaf möguleiki í þjónustustörfum. Einhverra hluta vegna er þetta mun meira á Hlemmi en í öðrum útibúum okkar,“ segir Sigurður Máni Helguson, framkvæmdastjóri Brauðs & Co, í samtali við Vísi. Hann segir að svo virðist sem þetta hafi færst í aukana eftir að ferðamennirnir hurfu úr miðborginni. Elt inn í starfsmannarými Vísir hefur fyrir því heimildir að maður sem ekki virtist í andlegu jafnvægi og annarlegu ástandi að auki hafi veist að afgreiðslustúlku Brauð og co. Hún hafi reynt að forða sér inn á starfsmannaaðstöðu en maðurinn ruðst inn á eftir henni. Þar hafi hann ógnað stúlkunni. Stúlkunni mun vera afar brugðið eftir atburðinn og þeir sem eru við afgreiðslustörf á Hlemmi sé afar brugðið eftir atburðinn og telja þau lítið öryggi því samfara að Hlemmur standi gegnt lögreglustöðinni við Hverfisgötu. „Hlemmur er eins og Hlemmur er“ Sigurður Máni segir þetta einangraða atvik ekki einu ástæðuna fyrir því að tekin var ákvörðun um að loka útibúi bakarísins á Hlemmi. „Hlemmur er eins og Hlemmur er. Þetta er flott eining og hefur tekist að mörgu leyti, en einhverra hluta vegna er eins og það sé einhver andi yfir þessu plássi og það vill oft gerast að fólk sem er annaðhvort veikt eða í einhverju ástandi sækir þarna inn á ákveðnum tíma vikunnar eða ákveðnum tíma dags. Við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi starfsfólks okkar,“ segir Sigurður. Brauð & Co opnaði útibú sitt að Hlemmi í lok sumars 2017. Öryggisgæslan farin Vísi tókst ekki við vinnslu þessarar fréttar að ná tali af rekstraraðilum Hlemms mathallar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, bæði um helgina og í gær. Fyrir rúmum tveimur árum fjallaði DV um reksturinn en fyrirtækið Hlemmur Mathöll ehf. leigir gömlu strætómiðstöðina við Laugaveg 107 af Reykjavíkurborg. „Félagið er í 100% eigu Ocean Innovation ehf. en það félag er síðan í 100% eigu Íslenska sjávarklasans ehf. 100% eigandi þess félags er Þór Sigfússon,“ segir í fréttinni. Þar er rakið að um sé að ræða hagstæðan samningur fyrir Hlemm sem fékk húsnæðið í hendur frá Reykjavíkurborg, eftir að borgin hafði lagt mikið fé í endurgerð þess, endanlegur kostnaður við Mathöllina á Hlemmi varð 308 milljónir króna. Hlemmur Mathöll framleigir svo rými til annarra sem eru með starfsemi í ólíkum básum með verulegum hagnaði ef marka má umfjöllun DV. „Ég hef alveg heyrt þá umræðu að samningarnir séu hagstæðir,“ sagði Þór í samtali við DV þá. En benti á að það hafi verið ofboðslega vinna að koma verkefninu af stað og margir ófyrirséðir kostnaðarliðir sem hafa lent á okkur sem leigutökum. „Til dæmis hefur kostnaðurinn við öryggisgæsluna á Hlemmi verið mun meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Að sögn þeirra sem starfa við afgreiðslustörf á Hlemmi er þessi öryggisgæsla í skötulíki og sinna þeir henni eftir atvikum sem starfa þar við afgreiðslu. Vísir fékk þau svör frá Reykjavíkurborg að í leigusamningi borgarinnar við Hlemm mathöll ehf. væru engin ákvæði um að rekstraraðili skuli sjá til þess að öryggisgæsla sé á staðnum.
Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira