Enski boltinn

Klopp ó­sáttur: Sagði að Liver­pool hefði átt að fá tvær víta­spyrnur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp var vel með á nótunum í kvöld.
Klopp var vel með á nótunum í kvöld. Naomi Baker/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki hrifinn af leik sinna manna í kvöld. Hann sagði að liðið hefði ekki byrjað leikinn en hefði þó átt að fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

Danny Ings skoraði sigurmarkið er Liverpool heimsótti suðurströndina í kvöld en markið kom strax á 2. mínútu. Lokatölurnar 1-0 og Liverpool einungis náð í tvö stig af síðustu níu mögulegum í deildinni.

„Hvað fór úrskeiðis? Hversu langan tíma höfum við? Byrjunin auðvitað. Ekki bara markið heldur bara byrjunin yfirhöfuð. Til hamingju Southampton því þeir áttu þetta skilið,“ sagði Jurgen Klopp í samtali við BBC í leikslok.

„Þú veist nákvæmlega hvað þú færð frá þeim. Þetta getur ekki komið þér á óvart en þetta leit þannig út. Hvernig við töpuðum boltanum í byrjun og þetta er ekki eldflaugavísindi. Við áttum að gera mun betur og spilum þetta upp í hendurnar á þeim.“

„Þeir lögðu mikið í þetta en ákvörðunartaka okkar var ekki góð. Þetta er svona þegar þetta fellur ekki með þér og við áttum að fá mun fleiri færi. Sadio Mane átti að fá víti og það var líka hendi.“

„Þetta er ekki afsökun en við hefðum getað náð í stig ef við hefðum fengið eitthvað af þessu. Núna þurfum við að sýna viðbrögð,“ sagði sá þýski að endingu.


Tengdar fréttir

Meistararnir töpuðu á suðurströndinni

Liverpool er einungis með tvö stig af síðustu níu mögulegum í ensku úrvalsdeildinni. Ensku meistararnir töpuðu 1-0 fyrir Southampton á útivelli í kvöld. Sigurmarkið gerði markavélin Danny Ings.

Enski boltinn rúllar á­­fram í út­­göngu­banni

Enska úrvalsdeildin getur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að Boris Johnson, forsætisráðherra Englands, hafi í kvöld tilkynnt um að útgöngubann væri í gildi á Englandi frá og með miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×