Bílastæðasjóður endurgreiðir þrettán milljónir vegna oftekinna gjalda Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 12:27 Ljósmyndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun endurgreiða bifreiðareigendum oftekin gjöld sem innheimt voru vegna tiltekinna stöðubrota á tímabilinu 1. janúar til 24. september á síðasta ári. Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend
Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira