Doktorsnemar nái ekki endum saman og andleg heilsa þeirra slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2021 22:02 Andleg heilsa doktorsnema er oft á tíðum mjög slæm að sögn formanns félags doktorsnema. Þeir eigi erfitt með að ná endum saman og þurfi því að vinna mikið með náminu þrátt fyrir að doktorsnám sé skilgreint sem full vinna. Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira