Tveir úr hópnum voru fyrstir á staðinn en þegar til kastanna kom fengu þeir ekki inngöngu í landið sökum skorts á vegabréfaáritunum, að því er stofnunin segir.
Rannsóknin á upptökum faraldursins hefur lengi staðið til og átti hún að vera gerð með vitund og vilja kínverskra yfirvalda í Beijing, en þar á bæ sættust menn á rannsóknina eftir margra mánaða samningaviðræður.
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Ghebreyyesus, hefur þegar tjáð sig um málið og lýst vonbrigðum með að vísindamennirnir hafi ekki fengið inngöngu í landi.
Hann segir þó á Kínverjar hafi lofað sér að málið verði leyst á allra næstu dögum. Alls er um tíu manna sérfræðingateymi að ræða.