Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 09:33 Jon Ossoff mun líklega sigra andstæðing sinn David Perdue og verða fimmtugasti öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. AP/Branden Camp Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira