Gerðu hróp að Romney á leið til Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 16:51 Mitt Romney hefur verið eyland í Repúblikanaflokknum hvað varðar afstöðu hans til forsetans. epa/Michael Reynolds Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta veittust að samflokksbróður hans Mitt Romney, fyrir og í flugi frá Salt Lake City til Washington. Romney er meðal sárafárra repúblikana sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir framgöngu hans síðustu misseri. Í myndskeiðum sem hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum má heyra þegar stuðningsmenn Trump hrópa að öldungadeildarþingmanninum, krefjast þess að hann segi af sér og ásaka hann um að hlusta ekki á kjósendur sína. Þá sýna önnur myndskeið hvernig stuðningsmenn Trump ráðast gegn Romney fyrir að styðja ekki tilraunir forsetans til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið. „Ég styð Trump forseta í þeim málum þar sem ég er sammála honum,“ svarar Romney konu og biður hana yfirvegað um að setja upp grímu. Konan mótmælir í fyrstu en lætur svo undan. Spurður segist hann ekki taka undir ásakanir Trump um kosningasvik og vísar til stjórnarskrárinnar. „Ég mun útskýra það þegar þingið kemur saman.“ Utah Patriots catch Rino Romney at Salt Lake City international airport! He thinks he’s above his constituents!!! Openly bashing @realDonaldTrump!!!“These people won’t be able to walk down the street.”VOLUME UP! ☝🏼 pic.twitter.com/Lntgozkajx— Qtah (@Utah_17) January 6, 2021 Romney kaus ekki Trump í kosningunum og var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur forsetanum. Fólk á flugvellinum gerði lítið úr arfleifð Romney og konan kallaði hann „brandara“. Um borð í vélinni kyrjar lítill hópur: „Svikari, svikari!“ Romney hefur gagnrýnt yfirlýsingar samflokksmanna sinna sem hyggjast freista þess í dag að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta gerast í mesta lýðræðisríki heims,“ tísti hann. „Er það svo að metnaður er meira virði en prinsipp?“ Mitt Romney, in a flight full of patriots in their way to DC pic.twitter.com/t9uq3vkCo5— Non timebo mala (@AncPerl) January 5, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47 Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Í myndskeiðum sem hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum má heyra þegar stuðningsmenn Trump hrópa að öldungadeildarþingmanninum, krefjast þess að hann segi af sér og ásaka hann um að hlusta ekki á kjósendur sína. Þá sýna önnur myndskeið hvernig stuðningsmenn Trump ráðast gegn Romney fyrir að styðja ekki tilraunir forsetans til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið. „Ég styð Trump forseta í þeim málum þar sem ég er sammála honum,“ svarar Romney konu og biður hana yfirvegað um að setja upp grímu. Konan mótmælir í fyrstu en lætur svo undan. Spurður segist hann ekki taka undir ásakanir Trump um kosningasvik og vísar til stjórnarskrárinnar. „Ég mun útskýra það þegar þingið kemur saman.“ Utah Patriots catch Rino Romney at Salt Lake City international airport! He thinks he’s above his constituents!!! Openly bashing @realDonaldTrump!!!“These people won’t be able to walk down the street.”VOLUME UP! ☝🏼 pic.twitter.com/Lntgozkajx— Qtah (@Utah_17) January 6, 2021 Romney kaus ekki Trump í kosningunum og var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur forsetanum. Fólk á flugvellinum gerði lítið úr arfleifð Romney og konan kallaði hann „brandara“. Um borð í vélinni kyrjar lítill hópur: „Svikari, svikari!“ Romney hefur gagnrýnt yfirlýsingar samflokksmanna sinna sem hyggjast freista þess í dag að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta gerast í mesta lýðræðisríki heims,“ tísti hann. „Er það svo að metnaður er meira virði en prinsipp?“ Mitt Romney, in a flight full of patriots in their way to DC pic.twitter.com/t9uq3vkCo5— Non timebo mala (@AncPerl) January 5, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47 Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47
Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33
Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01
Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04