„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 21:28 Joe Biden var ómyrkur í máli í ávarpi sínu. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. „Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“ Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“
Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira