Maðurinn sem Obama tilnefndi í Hæstarétt verður dómsmálaráðherra Bidens Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2021 09:04 Hinn 68 ára Merrick Garland verður að öllum líkindum dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. EPA Dómarinn Merrick Garland, sem Barack Obama tilnefndi sem hæstaréttardómara árið 2016 en þingmenn Repúblikana neituðu að staðfesta í embætti, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira