Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 21:41 Biden og Harris gagnrýndu lögreglu á fundi í kvöld. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021 Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26