Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 10:26 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent