Var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir langan sakaferil og mörg nýleg brot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. janúar 2021 14:00 Maður sem í Héraðsdómi Reykjavíkur var dæmdur í gær í sex og hálfs árs fangelsi m.a. fyrir tilraun til manndráps var ekki í síbrotagæslu. Nokkrum mánuðum áður hafði hann framið sérstaklega alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og verið 3 sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið undir áhrifum ávana-og fíkniefna þar sem hann var metinn óhæfur til aksturs. Vísir/Vilhelm Verjandi manns sem var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í gær segir að skjólstæðingur sinn hafi tekið ákvörðun um næstu skref en vilji ekki gefa upp hver hún sé á þessari stundu. Þá hefur ekki komið fram hvort ríkissaksóknari hyggst áfrýja málinu til Landsréttar eður ei. Maðurinn var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir að hafa nokkrum mánuðum áður en hann gerði tilraun til manndráps framið alvarlega líkamsárás og ítrekað misst ökuréttindum eftir að hafa keyrt undir áhrifum ávana-og fíkniefna þar sem hann var talinn hafa verið í óökuhæfu ástandi. Hinn dæmdi Þorlákur Fannar Albertsson fékk í Héraðsdómu Reykjavíkur í gær sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að áður en maðurinn gerði tilraun til að drepa leigusala sinn með hnífi í júní á síðasta ári hafi hann í apríl framið sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissvipt félaga sinn í 17 klukkustundir. Í þeirri árás kýldi hann í höfuð félaga síns, lamdi með kúbeini og sparkaði í hann. Þá kemur fram lögregla hafði áður svipt hann þrisvar ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í öllum tilfellum var hann talinn óhæfur til að stjórna bifreið. Þá kemur fram í dómnum að maðurinn hefur frá árinu 2004 fengið sjö refsidóma. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem varð fyrir manndrápstilraun af hálfu mannsins sagðist í fréttum í gær undrandi yfir að maðurinn hafi fengið að ganga laus með svo mörg mál á bakinu, hann hafi verið stórhættulegur umhverfi sínu löngu áður en hann réðst á sig. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Anna Barbara Andradóttir settur saksóknari í málinu segir það á valdi lögreglu að fara fram á síbrotagæslu yfir fólki. „Það er náttúrlega heimild í lögunum að fara fram á gæsluvarðahald vegna síbrota en það fer eftir fjölda mála og alvarleika þeirra. Lögreglan skoðar þetta og metur,“ segir Anna Barbara. Aðspurð um hvort hún telji að Þorlákur Fannar hefði átt að sæta slíku mati segir hún að það sé ekki „Þetta er ákvörðun sem lögregla tekur og varðandi þetta atriði þá vísa ég á lögreglu,“ segir Anna Barbara. Ekki komið í ljós hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar Leifur Runólfsson verjandi Þorláks Fannars Albertsson vildi ekki gefa upp hvaða ákvörðun hann og umbjóðandi hans hefðu tekið um framhald málsins þ.e. hvort að því verði áfrýjað til Landsréttar. „Við ætlum ekki að gefa upp ákvörðun á þessu stigi því við sjáum ekki ástæðu til að gefa hana upp á þessu stigi,“ sagði Leifur í samtali við fréttastofu. Þá hefur ekki komið fram hvort að Ríkissaksóknari ætli að áfrýja málinu til Landsréttar. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Maðurinn var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir að hafa nokkrum mánuðum áður en hann gerði tilraun til manndráps framið alvarlega líkamsárás og ítrekað misst ökuréttindum eftir að hafa keyrt undir áhrifum ávana-og fíkniefna þar sem hann var talinn hafa verið í óökuhæfu ástandi. Hinn dæmdi Þorlákur Fannar Albertsson fékk í Héraðsdómu Reykjavíkur í gær sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að áður en maðurinn gerði tilraun til að drepa leigusala sinn með hnífi í júní á síðasta ári hafi hann í apríl framið sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissvipt félaga sinn í 17 klukkustundir. Í þeirri árás kýldi hann í höfuð félaga síns, lamdi með kúbeini og sparkaði í hann. Þá kemur fram lögregla hafði áður svipt hann þrisvar ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í öllum tilfellum var hann talinn óhæfur til að stjórna bifreið. Þá kemur fram í dómnum að maðurinn hefur frá árinu 2004 fengið sjö refsidóma. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem varð fyrir manndrápstilraun af hálfu mannsins sagðist í fréttum í gær undrandi yfir að maðurinn hafi fengið að ganga laus með svo mörg mál á bakinu, hann hafi verið stórhættulegur umhverfi sínu löngu áður en hann réðst á sig. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Anna Barbara Andradóttir settur saksóknari í málinu segir það á valdi lögreglu að fara fram á síbrotagæslu yfir fólki. „Það er náttúrlega heimild í lögunum að fara fram á gæsluvarðahald vegna síbrota en það fer eftir fjölda mála og alvarleika þeirra. Lögreglan skoðar þetta og metur,“ segir Anna Barbara. Aðspurð um hvort hún telji að Þorlákur Fannar hefði átt að sæta slíku mati segir hún að það sé ekki „Þetta er ákvörðun sem lögregla tekur og varðandi þetta atriði þá vísa ég á lögreglu,“ segir Anna Barbara. Ekki komið í ljós hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar Leifur Runólfsson verjandi Þorláks Fannars Albertsson vildi ekki gefa upp hvaða ákvörðun hann og umbjóðandi hans hefðu tekið um framhald málsins þ.e. hvort að því verði áfrýjað til Landsréttar. „Við ætlum ekki að gefa upp ákvörðun á þessu stigi því við sjáum ekki ástæðu til að gefa hana upp á þessu stigi,“ sagði Leifur í samtali við fréttastofu. Þá hefur ekki komið fram hvort að Ríkissaksóknari ætli að áfrýja málinu til Landsréttar.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26
Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37