Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:30 Fóðurpramminn marraði í hálfu kafi þegar áhöfn Landhelgisgæslunnar kom að í gærkvöldi. Hann sökk svo í nótt. Landhelgisgæslan Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag. Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag.
Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira