Hætta við að halda risamót á velli Trumps Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:55 Donald Trump er mikill golfáhugamaður og á velli víða um heim. Getty/Tasos Katopodis Samtök atvinnukylfinga í Bandaríkjunum, PGA of America, hafa ákveðið að hætta við að halda PGA meistaramótið á næsta ári á golfvelli í eigu Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Er það vegna atburðanna í síðustu viku þegar stuðningsmenn Trumps réðust inn í bandaríska þinghúsið. „Stjórn PGA of America samþykkti í kvöld að nýta rétt sinn til þess að rifta samningi um að halda PGA meistaramótið 2022 á Trump Bedminster vellinum,“ sagði Jim Richerson, forseti PGA of America, í gærkvöld. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs í golfi karla. Tilkynnt var árið 2012, áður en Trump bauð sig fram til Bandaríkjaforseta, að PGA meistaramótið 2022 færi fram á Bedminster-velli hans í New Jersey. Það var í fyrsta sinn sem völlur í hans eigu var valinn fyrir risamót karla, en PGA meistaramót kvenna fór fram á Bedminster árið 2017. PGA-meistaramótið á næsta ári fer fram í maí. Ekki hefur verið tilkynnt hvar það verður haldið en þrír fyrrverandi mótsstaðir hafa verið nefndir; Bethpage Black, Southern Hills og Valhalla. Ekki forsvaranlegt eftir hina sorglegu atburði „Við erum lent í pólitískri stöðu sem við sköpuðum okkur ekki sjálf,“ sagði Seth Waugh, framkvæmdastjóri PGA of America, og bætti við: „Við vinnum fyrir okkar meðlimi, fyrir íþróttina, okkar markmið og okkar samtök. Hvernig stöndum við sem best vörð um þau? Okkur þótti ekki forsvaranlegt að halda mótið á Bedminster eftir hina sorglegu atburði síðasta miðvikudag. Tjónið hefði getað orðið óbætanlegt. Eina alvöru leiðin var að hætta við.“ Trump-samsteypan hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina. „Þetta er brot á bindandi samningi og þeir hafa engan rétt á að slíta samkomulaginu. Við höfum fjárfest fyrir milljónir Bandaríkjadala í PGA meistaramótinu 2022 á Bedminster. Við höldum áfram að auka hróður golfíþróttarinnar á öllum stigum og ætlum áfram að reka bestu golfvellina um allan heim,“ sagði talsmaður Trump-samsteypunnar við ABC fréttastofuna. Golf Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Stjórn PGA of America samþykkti í kvöld að nýta rétt sinn til þess að rifta samningi um að halda PGA meistaramótið 2022 á Trump Bedminster vellinum,“ sagði Jim Richerson, forseti PGA of America, í gærkvöld. PGA meistaramótið er eitt af fjórum risamótum hvers árs í golfi karla. Tilkynnt var árið 2012, áður en Trump bauð sig fram til Bandaríkjaforseta, að PGA meistaramótið 2022 færi fram á Bedminster-velli hans í New Jersey. Það var í fyrsta sinn sem völlur í hans eigu var valinn fyrir risamót karla, en PGA meistaramót kvenna fór fram á Bedminster árið 2017. PGA-meistaramótið á næsta ári fer fram í maí. Ekki hefur verið tilkynnt hvar það verður haldið en þrír fyrrverandi mótsstaðir hafa verið nefndir; Bethpage Black, Southern Hills og Valhalla. Ekki forsvaranlegt eftir hina sorglegu atburði „Við erum lent í pólitískri stöðu sem við sköpuðum okkur ekki sjálf,“ sagði Seth Waugh, framkvæmdastjóri PGA of America, og bætti við: „Við vinnum fyrir okkar meðlimi, fyrir íþróttina, okkar markmið og okkar samtök. Hvernig stöndum við sem best vörð um þau? Okkur þótti ekki forsvaranlegt að halda mótið á Bedminster eftir hina sorglegu atburði síðasta miðvikudag. Tjónið hefði getað orðið óbætanlegt. Eina alvöru leiðin var að hætta við.“ Trump-samsteypan hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina. „Þetta er brot á bindandi samningi og þeir hafa engan rétt á að slíta samkomulaginu. Við höfum fjárfest fyrir milljónir Bandaríkjadala í PGA meistaramótinu 2022 á Bedminster. Við höldum áfram að auka hróður golfíþróttarinnar á öllum stigum og ætlum áfram að reka bestu golfvellina um allan heim,“ sagði talsmaður Trump-samsteypunnar við ABC fréttastofuna.
Golf Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira