Fótbolti

FH banarnir krækja í Íslandsvin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sonni Ragnar í baráttunni við Börsunginn, Martin Braithwaite.
Sonni Ragnar í baráttunni við Börsunginn, Martin Braithwaite. Lars Ronbog/Getty

Færeyski varnarmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad hefur yfirgefið herbúðir B36 í Færeyjum og er genginn í raðir Dundalk á Írlandi.

Sonni Ragnar gekk í raðir FH fyrir leiktíðina 2016 en tókst ekki að vinna sér sæti í liðinu svo hann var lánaður til Fylkis.

Í desember 2016 var þó hann seldur til norska úrvalsdeildarfélagsins Molde en flakk hefur verið á honum síðan þá.

Hann spilaði vel í Evrópuævintýri B36 á síðustu leiktíð sem nú hefur skilað honum félagaskiptum til Dundalk á Írlandi.

Flestir knattspyrnuáhugamenn muna væntanlega eftir Dundalk er þeir léku við FH, árið 2016, í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Sonni Ragnar sat á bekknum í báðum leikjum liðanna en þetta sama tímabil fór Dundalk alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×