Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 13:12 Mannleg mistök urðu til þess að þrír hestar slösuðust á flugvelli í Belgíu. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/vilhelm Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma. Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar. Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar.
Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira