Mælingar á ungloðnu í fyrra höfðu gefið fyrirheit um að búast mætti við sterkum árgangi á þessari vertíð. Í sjávarútvegsgeiranum höfðu menn því væntingar um jafnvel 300 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, sem væri ávísun á 20 til 30 milljarða króna útflutningsverðmæti, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2.
En boðar nýjasta mælingin á loðnustofninum þriðja loðnubrestinn í röð? Þriðja veturinn í röð án loðnuvertíðar?
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur enn í vonina um að loðnutorfur finnist. Í frétt Stöðvar 2 má heyra hversvegna: