Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 10:30 Sunna Jónsdóttir og stöllur í ÍBV eru til alls líklegar með sína öflugu sveit en HK hefur misst pottinn og pönnuna úr sínum sóknarleik, Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur. vísir/vilhelm Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust. Ekki hefur verið spilað í Olís-deild kvenna frá því 26. september vegna kórónuveirufaraldursins. Þá höfðu aðeins þrjár umferðir verið leiknar en nú fer deildin í gang að nýju af krafti, meðal annars með sannkölluðum stórleik ríkjandi deildar- og bikarmeistara Fram við ÍBV í Safamýrinni. Áhorfendabann er reyndar í gildi en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV 16.00 Haukar – KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir hjálpaði til við að fá flottan liðsstyrk fyrir ÍBV í sænska hornamanninum Linu Cardell frá sínu gamla félagi, Sävehof. Ester Óskarsdóttir er klár í slaginn á ný eftir barnsburð og vörnin lítt árennileg með þær Sunnu Jónsdóttur saman, sem ásamt Birnu, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og fleirum gera ÍBV að liði sem ætti að berjast um alla titla. Landsliðsfyrirliðinn missti bara af þremur leikjum vegna fyrsta barns En til að vinna titil þarf ÍBV að slá Fram og Val við, sem og Stjörnunni sem hóf tímabilið vel. Framarar hafa endurheimt landsliðsfyrirliðann Karen Knútsdóttur sem missti aðeins af þremur leikjum á meðan hún fæddi sitt fyrsta barn. Lengra er í aðra landsliðskonu, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem eignaðist barn á dögunum en Framarar eru svo sem ekki á flæðiskeri staddir með Karólínu Bæhrenz í hægra horninu. Óvæntustu tíðindin úr herbúðum Fram eru þó hiklaust þau að Stella Sigurðardóttir er mætt aftur eftir að hafa lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Stella var einn albesti leikmaður úrvalsdeildarinnar á sínum tíma og verður fróðlegt að sjá hverju hún bætir við lið Fram. Hins vegar hefur Fram misst út lykilmann í landsliðskonunni fjölhæfu Perlu Ruth Albertsdóttur sem er ólétt, og markvörðinn Hafdís Renötudóttir gat ekkert spilað með liðinu vegna höfuðmeiðsla í haust áður en hún fór svo til Lugi í Svíþjóð. Fram hefur kallað Söru Sif Helgadóttur tilbaka úr láni frá HK þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður. Stórt skarð fyrir skildi hjá Val en Thea mætt Þriðja liðið í toppbaráttunni, Valur, lenti í mikilli krísu varðandi línu- og varnarmenn. Arna Sif Pálsdóttir, næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ólétt og hið sama er að segja um Hildi Björnsdóttur. Þá er Ragnheiður Sveinsdóttir meidd í hné og spilar ekki í vetur. Valur fékk þó Sigrúnu Ásu Ásgrímsdóttur á línuna, að láni frá Stjörnunni. Arna Sif Pálsdóttir spilar ekki meira með Val á leiktíðinni.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur hefur einnig fengið skyttuna öflugu Theu Imani Sturludóttur. Fylkiskonan fyrrverandi hefur verið í atvinnumennsku í Noregi og Danmörku frá árinu 2017 en átt í erfiðleikum með meiðsli undanfarið og ákvað að snúa heim til Íslands. Stjarnan, sem vann tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, hefur fengið Tinnu Húnbjörg Einarsdóttur í markið frá Haukum og einnig styttist í Stefaníu Theodórsdóttur eftir barnsburð. Martha og Valgerður úr leik KA/Þór og HK hafa bæði misst algjöra lykilmenn út í hléinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu sem eina af fimm mikilvægustu leikmönnum deildarinnar, er ólétt og spilar því ekki meira með HK. Martha Hermannsdóttir glímir við meiðsli í hæl og er ólíklegt að hún spili meira með KA/Þór á tímabilinu. FH fékk þá markahæstu heim frá Slóvakíu Áfram má búast við því að Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH verði í fallbaráttunni. Haukar hafa misst Tinnu úr markinu eins og fyrr segir, og Þórhildur Braga Þórðardóttir er ólétt. FH hefur hins vegar endurheimt Ragnheiði Tómasdóttur, sem var markahæsti leikmaður liðsins í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð, en hún er komin heim eftir að hafa farið til Slóvakíu vegna læknisnáms í haust. Haukar unnu eins marks sigur í leiknum mikilvæga við FH í haust. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Ekki hefur verið spilað í Olís-deild kvenna frá því 26. september vegna kórónuveirufaraldursins. Þá höfðu aðeins þrjár umferðir verið leiknar en nú fer deildin í gang að nýju af krafti, meðal annars með sannkölluðum stórleik ríkjandi deildar- og bikarmeistara Fram við ÍBV í Safamýrinni. Áhorfendabann er reyndar í gildi en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV 16.00 Haukar – KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir hjálpaði til við að fá flottan liðsstyrk fyrir ÍBV í sænska hornamanninum Linu Cardell frá sínu gamla félagi, Sävehof. Ester Óskarsdóttir er klár í slaginn á ný eftir barnsburð og vörnin lítt árennileg með þær Sunnu Jónsdóttur saman, sem ásamt Birnu, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og fleirum gera ÍBV að liði sem ætti að berjast um alla titla. Landsliðsfyrirliðinn missti bara af þremur leikjum vegna fyrsta barns En til að vinna titil þarf ÍBV að slá Fram og Val við, sem og Stjörnunni sem hóf tímabilið vel. Framarar hafa endurheimt landsliðsfyrirliðann Karen Knútsdóttur sem missti aðeins af þremur leikjum á meðan hún fæddi sitt fyrsta barn. Lengra er í aðra landsliðskonu, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem eignaðist barn á dögunum en Framarar eru svo sem ekki á flæðiskeri staddir með Karólínu Bæhrenz í hægra horninu. Óvæntustu tíðindin úr herbúðum Fram eru þó hiklaust þau að Stella Sigurðardóttir er mætt aftur eftir að hafa lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Stella var einn albesti leikmaður úrvalsdeildarinnar á sínum tíma og verður fróðlegt að sjá hverju hún bætir við lið Fram. Hins vegar hefur Fram misst út lykilmann í landsliðskonunni fjölhæfu Perlu Ruth Albertsdóttur sem er ólétt, og markvörðinn Hafdís Renötudóttir gat ekkert spilað með liðinu vegna höfuðmeiðsla í haust áður en hún fór svo til Lugi í Svíþjóð. Fram hefur kallað Söru Sif Helgadóttur tilbaka úr láni frá HK þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður. Stórt skarð fyrir skildi hjá Val en Thea mætt Þriðja liðið í toppbaráttunni, Valur, lenti í mikilli krísu varðandi línu- og varnarmenn. Arna Sif Pálsdóttir, næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ólétt og hið sama er að segja um Hildi Björnsdóttur. Þá er Ragnheiður Sveinsdóttir meidd í hné og spilar ekki í vetur. Valur fékk þó Sigrúnu Ásu Ásgrímsdóttur á línuna, að láni frá Stjörnunni. Arna Sif Pálsdóttir spilar ekki meira með Val á leiktíðinni.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur hefur einnig fengið skyttuna öflugu Theu Imani Sturludóttur. Fylkiskonan fyrrverandi hefur verið í atvinnumennsku í Noregi og Danmörku frá árinu 2017 en átt í erfiðleikum með meiðsli undanfarið og ákvað að snúa heim til Íslands. Stjarnan, sem vann tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, hefur fengið Tinnu Húnbjörg Einarsdóttur í markið frá Haukum og einnig styttist í Stefaníu Theodórsdóttur eftir barnsburð. Martha og Valgerður úr leik KA/Þór og HK hafa bæði misst algjöra lykilmenn út í hléinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu sem eina af fimm mikilvægustu leikmönnum deildarinnar, er ólétt og spilar því ekki meira með HK. Martha Hermannsdóttir glímir við meiðsli í hæl og er ólíklegt að hún spili meira með KA/Þór á tímabilinu. FH fékk þá markahæstu heim frá Slóvakíu Áfram má búast við því að Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH verði í fallbaráttunni. Haukar hafa misst Tinnu úr markinu eins og fyrr segir, og Þórhildur Braga Þórðardóttir er ólétt. FH hefur hins vegar endurheimt Ragnheiði Tómasdóttur, sem var markahæsti leikmaður liðsins í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð, en hún er komin heim eftir að hafa farið til Slóvakíu vegna læknisnáms í haust. Haukar unnu eins marks sigur í leiknum mikilvæga við FH í haust. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira