Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. janúar 2021 18:20 Aron Laxdal gagnrýnir Hjörvar Hafliðason fyrir að hafa auglýst nikótínpúða í hlaðvarpinu Dr. Football. Auglýsingunni virðist hafa verið beint að grunnskólabörnum. Vísir Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. Gagnrýnin snýr að auglýsingainnslagi fyrir nikótínpúðaheildsölu í þætti Hjörvars, hvar hann virðist mæla sérstaklega með púðunum við grunnskólanema. „Ég fékk þessar sláandi fréttir að aðeins fjörutíu prósent grunnskólanema eru að taka í vörina og við ætlum að bæta úr því,“ segir Hjörvar í þættinum. Fyrir nýliða, sem vilja byrja, hverju mælirðu með? „Ef þið eruð að byrja í koddaleiknum, endilega byrjið þá í bláa White Foxinum. Besta leiðin til að kaupa þetta ef þið viljið ekki fara út úr húsi, „stay safe“ og allur sá pakki, Nikita.is. Það er staðurinn til að kaupa þetta allt saman. Ég kaupi orðið allt mitt bagg þarna og nýt lífsins. Eins og ég segi, nýliðar, skoðið þann bláa. Þann bláa, þann magnaða.“ Skýtur skökku við að íþróttaunnendur auglýsi nikótínvörur fyrir börn Innslagið hefur fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum eftir að Aron Laxdal, kennari og doktor í íþróttafræðum, vakti athygli á henni á Twitter-reikningi sínum í gær. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ skrifar Aron. Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk. pic.twitter.com/qeYZIkKLbU— Dr. Aron Laxdal (@aronlaxdal) January 13, 2021 „Þetta er sett fram eins og einhver brandari, það vita allir 40 prósent af grunnskólabörnum er ekki að taka í vörina þó að þeir setji það fram þannig og ætla svo að ná því upp í 70 prósent segja þeir. Þetta er þekkt aðferð að nota svona ýktar staðreyndir til að geta svo bent á að þetta hafi bara verið grín,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir það skjóta skökku við að menn sem fjalli um íþróttir skuli auglýsa nikótínvörur. „Íþróttir á Íslandi fá háar fjárhæðir í styrki vegna þess að það er búið að sýna fram á að þær minnki notkun á bæði tóbaki, áfengi og eiturlyfjum. Það skýtur skökku við að þeir séu svo að troða þessu inn á þann markhóp,“ segir Aron. Enn alvarlegra sé það að þeir bendi hlustendum á hvar hægt sé að kaupa nikótínpúða á netinu. „Sem býr til fjarlægð á milli kaupandans og vörunnar og gerir auðveldara fyrir krakka sem eru undir lögaldri að kaupa vöruna. Það er eiginlega verra að þeir séu að grínast með þetta og gera þetta að hálfgerðum brandara, það dregur broddinn úr þessu og gerir þetta minna mál og dregur úr hættunni sem fylgir þessu.“ „Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera, það er ástæða fyrir því að þeir setja þetta fram eins og þeir gera. Hvort sem þeir eru að markaðssetja þetta á einhverja krakka eða einhverja aðra, afleiðingarnar geta orðið miklar,“ segir Aron. - „Líklega það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt“ Twitter-notendur taka margir í sama streng og Aron og lýsa yfir hneykslan sinni á innslaginu. Þá segir Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands í færslu á Facebook-síðu sinni í dag að innslag Hjörvars hafi verið „erkibjánaskapur“. „Hjörvar Hafliðason var bara í alvöru að reka áróður fyrir því að grunnskólabörn taki í vörina og auglýsa um leið tiltekið efni. Þvílíkur erkibjánaskapur. Markmenn mega snerta boltann með höndunum svo þetta er varla því að kenna að hann hafi skallað of marga blauta bolta um ævina.“ Fleiri gagnrýna Hjörvar og skrifar Gissur Ari Kristinsson, aðstoðarforstöðumaður frístundaheimilis Tjarnarinnar, á Twitter að þetta sé „líklega það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann á ævinni heyrt.“ Á þeim rúmum þremur árum sem ég hef hlustað á Doc hefur hann oft sagt og gert eitthvað sem mér hefur þótt heimskulegt en það eru allt smámunir miðað við það sem hann sagði núna. Þetta er líklega það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann á ævinni heyrt. https://t.co/kfoEvcq42S— Gissari (@GissurAri) January 14, 2021 Þá skrifar Elín Lára Reynisdóttir, íþróttafræðingur og þjálfari að þetta sé alls ekki saklaust grín. Þetta er ekkert fyndið og eiginlega bara siðlaust. Getur kallað sig doc eins og hann vill en hann mætti stundum halda kj og láta alvöru doktora um að leiðbeina BÖRNUM.Kallið mig bara leiðinlegu gelluna og allt það. Þetta er ekki í lagi, núll fyndið og alls ekki saklaust grín. https://t.co/SKTgzbwDds— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) January 14, 2021 19,7 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða daglega, samkvæmt könnun Gallup fyrir embætti landlæknis síðasta sumar. Þá kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta haust að fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafi notað nikótínpúða. Næstum einn af hverjum tíu nemendum sögðust jafnframt nota nikótínpúða daglega. Hafsteinn Viðar Jensson verkefnastjóri tóbaksvarna hjá landlæknisembættinu lýsti þá yfir miklum áhyggjum af þróuninni og sagði lagaumgjörð skorta um vöruna. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur.“ Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 „Of mörg símtöl“ vegna barna sem komist hafa í nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítala hvetur fólk til að geyma nikótínpúða þar sem börn ná ekki til. 9. nóvember 2020 11:34 Nikótínpúðahraukarnir á Grafarholtsvelli Ólafur Hand segir kylfinga gleyma sjentilmennskunni á heimavelli. 15. október 2020 14:05 Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Gagnrýnin snýr að auglýsingainnslagi fyrir nikótínpúðaheildsölu í þætti Hjörvars, hvar hann virðist mæla sérstaklega með púðunum við grunnskólanema. „Ég fékk þessar sláandi fréttir að aðeins fjörutíu prósent grunnskólanema eru að taka í vörina og við ætlum að bæta úr því,“ segir Hjörvar í þættinum. Fyrir nýliða, sem vilja byrja, hverju mælirðu með? „Ef þið eruð að byrja í koddaleiknum, endilega byrjið þá í bláa White Foxinum. Besta leiðin til að kaupa þetta ef þið viljið ekki fara út úr húsi, „stay safe“ og allur sá pakki, Nikita.is. Það er staðurinn til að kaupa þetta allt saman. Ég kaupi orðið allt mitt bagg þarna og nýt lífsins. Eins og ég segi, nýliðar, skoðið þann bláa. Þann bláa, þann magnaða.“ Skýtur skökku við að íþróttaunnendur auglýsi nikótínvörur fyrir börn Innslagið hefur fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum eftir að Aron Laxdal, kennari og doktor í íþróttafræðum, vakti athygli á henni á Twitter-reikningi sínum í gær. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ skrifar Aron. Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk. pic.twitter.com/qeYZIkKLbU— Dr. Aron Laxdal (@aronlaxdal) January 13, 2021 „Þetta er sett fram eins og einhver brandari, það vita allir 40 prósent af grunnskólabörnum er ekki að taka í vörina þó að þeir setji það fram þannig og ætla svo að ná því upp í 70 prósent segja þeir. Þetta er þekkt aðferð að nota svona ýktar staðreyndir til að geta svo bent á að þetta hafi bara verið grín,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir það skjóta skökku við að menn sem fjalli um íþróttir skuli auglýsa nikótínvörur. „Íþróttir á Íslandi fá háar fjárhæðir í styrki vegna þess að það er búið að sýna fram á að þær minnki notkun á bæði tóbaki, áfengi og eiturlyfjum. Það skýtur skökku við að þeir séu svo að troða þessu inn á þann markhóp,“ segir Aron. Enn alvarlegra sé það að þeir bendi hlustendum á hvar hægt sé að kaupa nikótínpúða á netinu. „Sem býr til fjarlægð á milli kaupandans og vörunnar og gerir auðveldara fyrir krakka sem eru undir lögaldri að kaupa vöruna. Það er eiginlega verra að þeir séu að grínast með þetta og gera þetta að hálfgerðum brandara, það dregur broddinn úr þessu og gerir þetta minna mál og dregur úr hættunni sem fylgir þessu.“ „Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera, það er ástæða fyrir því að þeir setja þetta fram eins og þeir gera. Hvort sem þeir eru að markaðssetja þetta á einhverja krakka eða einhverja aðra, afleiðingarnar geta orðið miklar,“ segir Aron. - „Líklega það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt“ Twitter-notendur taka margir í sama streng og Aron og lýsa yfir hneykslan sinni á innslaginu. Þá segir Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands í færslu á Facebook-síðu sinni í dag að innslag Hjörvars hafi verið „erkibjánaskapur“. „Hjörvar Hafliðason var bara í alvöru að reka áróður fyrir því að grunnskólabörn taki í vörina og auglýsa um leið tiltekið efni. Þvílíkur erkibjánaskapur. Markmenn mega snerta boltann með höndunum svo þetta er varla því að kenna að hann hafi skallað of marga blauta bolta um ævina.“ Fleiri gagnrýna Hjörvar og skrifar Gissur Ari Kristinsson, aðstoðarforstöðumaður frístundaheimilis Tjarnarinnar, á Twitter að þetta sé „líklega það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann á ævinni heyrt.“ Á þeim rúmum þremur árum sem ég hef hlustað á Doc hefur hann oft sagt og gert eitthvað sem mér hefur þótt heimskulegt en það eru allt smámunir miðað við það sem hann sagði núna. Þetta er líklega það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tímann á ævinni heyrt. https://t.co/kfoEvcq42S— Gissari (@GissurAri) January 14, 2021 Þá skrifar Elín Lára Reynisdóttir, íþróttafræðingur og þjálfari að þetta sé alls ekki saklaust grín. Þetta er ekkert fyndið og eiginlega bara siðlaust. Getur kallað sig doc eins og hann vill en hann mætti stundum halda kj og láta alvöru doktora um að leiðbeina BÖRNUM.Kallið mig bara leiðinlegu gelluna og allt það. Þetta er ekki í lagi, núll fyndið og alls ekki saklaust grín. https://t.co/SKTgzbwDds— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) January 14, 2021 19,7 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða daglega, samkvæmt könnun Gallup fyrir embætti landlæknis síðasta sumar. Þá kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta haust að fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafi notað nikótínpúða. Næstum einn af hverjum tíu nemendum sögðust jafnframt nota nikótínpúða daglega. Hafsteinn Viðar Jensson verkefnastjóri tóbaksvarna hjá landlæknisembættinu lýsti þá yfir miklum áhyggjum af þróuninni og sagði lagaumgjörð skorta um vöruna. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur.“
Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 „Of mörg símtöl“ vegna barna sem komist hafa í nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítala hvetur fólk til að geyma nikótínpúða þar sem börn ná ekki til. 9. nóvember 2020 11:34 Nikótínpúðahraukarnir á Grafarholtsvelli Ólafur Hand segir kylfinga gleyma sjentilmennskunni á heimavelli. 15. október 2020 14:05 Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01
„Of mörg símtöl“ vegna barna sem komist hafa í nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítala hvetur fólk til að geyma nikótínpúða þar sem börn ná ekki til. 9. nóvember 2020 11:34
Nikótínpúðahraukarnir á Grafarholtsvelli Ólafur Hand segir kylfinga gleyma sjentilmennskunni á heimavelli. 15. október 2020 14:05
Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41