Segir leitt að missa 4×4 og hafnar ásökunum um harðlínustefnu Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 14:24 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að á síðustu misserum hafi Bændasamtökin og Skógræktarfélag Íslands sagt sig úr Landvernd. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn. Getty/Mayall/ullstein/Vísir/Egill „Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu. Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar. Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar.
Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira