Biden vill bæta í bólusetningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 07:57 Joe Biden í gær. AP/Matt Slocum Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira