Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2021 19:43 Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur safnast saman í Washington DC vegna mögulegra vopnaðra mótmæla á morgun og miðvikudag. Getty/Eric Thayer Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. Þjóðvarðliðssveitir frá öllum landshlutum hafa verið sendar til Washington DC í von um að hægt verði að komast hjá banvænum óeirðum, líkt og fóru fram þann 6. janúar síðastliðinn þegar múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað fólk við því að stuðningsmenn Donalds Trumps séu líklegir til þess að vera vopnaðir á mótmælunum. Mikill viðbúnaður er í öllum 50 höfuðborgum ríkja Bandaríkjanna vegna þessa. Vegatálmum hefur verið komið upp víða um Washington og löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu. Starfsmenn Bidens hafa hvatt fólk til þess að ferðast ekki til höfuðborgarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og starfsmenn Hvíta hússins hafa beðið fólk um að horfa á innsetningarathöfnina, sem fer fram á miðvikudag, heima hjá sér í stað þess að mæta á staðinn. Talið er að mikil mótmæli muni fara fram víða um Bandaríkin á morgun, sunnudag. Færslur á spjallborðum stuðningsmanna Trumps og öfgahægrihópa hafa hvatt til vopnaðra mótmæla þann 17. janúar auk vopnaðra mótmæla á innsetningardaginn, þann 20. janúar. Einhverjir vopnaðir hópar hafa samkvæmt frétt BBC biðlað til meðlima sinna að taka ekki þátt í mótmælunum vegna mikils viðbúnaðar lögreglu og þjóðvarðliðs. Einhverjir hafa sagt mótmælin, sem skipulögð eru af stuðningsmönnum Trumps, gildru til þess gerða að narra stuðningsmenn hans. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Þjóðvarðliðssveitir frá öllum landshlutum hafa verið sendar til Washington DC í von um að hægt verði að komast hjá banvænum óeirðum, líkt og fóru fram þann 6. janúar síðastliðinn þegar múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað fólk við því að stuðningsmenn Donalds Trumps séu líklegir til þess að vera vopnaðir á mótmælunum. Mikill viðbúnaður er í öllum 50 höfuðborgum ríkja Bandaríkjanna vegna þessa. Vegatálmum hefur verið komið upp víða um Washington og löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu. Starfsmenn Bidens hafa hvatt fólk til þess að ferðast ekki til höfuðborgarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og starfsmenn Hvíta hússins hafa beðið fólk um að horfa á innsetningarathöfnina, sem fer fram á miðvikudag, heima hjá sér í stað þess að mæta á staðinn. Talið er að mikil mótmæli muni fara fram víða um Bandaríkin á morgun, sunnudag. Færslur á spjallborðum stuðningsmanna Trumps og öfgahægrihópa hafa hvatt til vopnaðra mótmæla þann 17. janúar auk vopnaðra mótmæla á innsetningardaginn, þann 20. janúar. Einhverjir vopnaðir hópar hafa samkvæmt frétt BBC biðlað til meðlima sinna að taka ekki þátt í mótmælunum vegna mikils viðbúnaðar lögreglu og þjóðvarðliðs. Einhverjir hafa sagt mótmælin, sem skipulögð eru af stuðningsmönnum Trumps, gildru til þess gerða að narra stuðningsmenn hans.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent