Innlent

Hlut­fall for­gangs­flutninga í hærri kantinum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í sóttvarnagalla, líkt og sjúkraflutningamenn þurfa að klæðast í svokölluðum Covid-flutningum.
Sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í sóttvarnagalla, líkt og sjúkraflutningamenn þurfa að klæðast í svokölluðum Covid-flutningum. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti alls 82 sjúkraflutningum á síðasta sólarhring. Þar af voru 28 svokallaðir forgangsflutningar, sem er heldur hátt hlutfall.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Þar segir að tvö verkefni síðasta sólarhrings hafi verið svokallaðir Covid-flutningar. Þar er um að ræða sjúkraflutninga þar sem grunur er um Covid-19 smit hjá þeim sem verið er að flytja.

„Dælubílar fóru í 3 verkefni síðasta sólarhring og voru þau í smærri kantinum. Farið varlega, gæti verið smá hálka í morgunsárið,“ segir í færslu slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×