Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2021 16:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni í vikunni. Þar er meðal annars lagt til að kjkörtímabil forseta Íslands verði lengt í sex ár og hver og einn geti aðeins setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil. Stöð 2/Einar Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. Forsætisráðherra verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í síðustu Víglínunni sem verður í opinni dagskrá klukkan 17:40 en á morgun verður Stöð 2 alfarið áskriftarstöð. Það eru mörg stór mál sem bíða afgreiðslu á komandi þingi. Forsætisráðherra vonar að búið verði að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar um mitt þetta ár.Stöð 2/Einar Fyrir utan stjórnarskrárbreytingar verður frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð að teljast með þeim umdeildustu en það eru fleiri mál undir. Þá verður rætt við forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum á landamærunum en mörgum finnst að þar hefði mátt gera betur. Í seinni hluta Víglínunnar mætast þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar til að ræða meðal annars framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar í september. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða framboðsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Stöð 2/Einar Ásmundur Einar hefur ákveðið að flytja sig úr norðvesturkjördæmi og ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík norður. En Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í höfuborginni í undanförnum kosningum og littlu mátti muna að Lilja Alfreðsdóttir næði ekki á þing í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Þá hefur Samfylkingin farið óvenjulega leið til að velja frambjóðendur í Reykjavík. Flokksmenn þar gátu tilnefnt frambjóðendur sem síðan verður stillt upp á lista án þess að fylgi við hvern og einn þeirra verði opinberað. Við ræðum þessi mál við þá Loga og Ásmund Einar en einnig frammistöðu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Ekki hvað síst í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Víglínan er í opinni dagskrá í dag á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Víglínan Stjórnarskrá Alþingi Hálendisþjóðgarður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Forsætisráðherra verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í síðustu Víglínunni sem verður í opinni dagskrá klukkan 17:40 en á morgun verður Stöð 2 alfarið áskriftarstöð. Það eru mörg stór mál sem bíða afgreiðslu á komandi þingi. Forsætisráðherra vonar að búið verði að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar um mitt þetta ár.Stöð 2/Einar Fyrir utan stjórnarskrárbreytingar verður frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð að teljast með þeim umdeildustu en það eru fleiri mál undir. Þá verður rætt við forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum á landamærunum en mörgum finnst að þar hefði mátt gera betur. Í seinni hluta Víglínunnar mætast þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar til að ræða meðal annars framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar í september. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða framboðsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Stöð 2/Einar Ásmundur Einar hefur ákveðið að flytja sig úr norðvesturkjördæmi og ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík norður. En Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í höfuborginni í undanförnum kosningum og littlu mátti muna að Lilja Alfreðsdóttir næði ekki á þing í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Þá hefur Samfylkingin farið óvenjulega leið til að velja frambjóðendur í Reykjavík. Flokksmenn þar gátu tilnefnt frambjóðendur sem síðan verður stillt upp á lista án þess að fylgi við hvern og einn þeirra verði opinberað. Við ræðum þessi mál við þá Loga og Ásmund Einar en einnig frammistöðu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Ekki hvað síst í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Víglínan er í opinni dagskrá í dag á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.
Víglínan Stjórnarskrá Alþingi Hálendisþjóðgarður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira