Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2021 13:13 Samtök grænkera vilja sjá meira af grænmeti á boðstólum í mötuneytum í leik- og grunnskólum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána. Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum. Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum.
Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira