Jafnaði, fiskaði Messi út af og lék á trompet í fagnaðarlátunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 14:01 Asier Villalibre blæs í trompetinn. getty/RFEF - Poo Asier Villalibre kom mikið við sögu þegar Athletic Bilbao sigraði Barcelona, 2-3, eftir framlengingu í spænska ofurbikarnum í gær. Hann jafnaði í 2-2, fiskaði Lionel Messi af velli og lék svo á trompet í fagnaðarlátum Bilbæinga eftir leikinn. Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu í leiknum í gær sem fór fram í Sevilla. Forystan entist ekki lengi því á 42. mínútu jafnaði Óscar de Marcos fyrir Athletic Bilbao og staðan í hálfleik var 1-1. Griezmann kom Börsungum öðru sinni yfir á 77. mínútu og það mark virtist ætla að duga þeim til sigurs. En Bilbæingar áttu ás upp í erminni. Á lokamínútunni jafnaði Villalibre fyrir Athletic Bilbao eftir aukaspyrnu frá Iker Munain og því þurfti að framlengja. Villalibre hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu. Framlengingin var aðeins þriggja mínútna gömul þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir í fyrsta sinn í leiknum, 2-3. HIGHLIGHTS I Relive all the best moments from Athletic's dramatic victory in the #Supercopa 2021 Final. @FCBarcelona 2 -3 #AthleticClub #DenonAmetsa #BiziAmetsa pic.twitter.com/Nt3vNWyiEX— Athletic Club (@Athletic_en) January 18, 2021 Börsungum tókst ekki að skora jöfnunarmark á þeim 27 mínútum sem eftir voru af framlengingunni og mótlætið virtist fara í taugarnar á Messi. Argentínumaðurinn fékk rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá til Villalibre. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi er rekinn af velli sem leikmaður Barcelona. Leikmenn Athletic Bilbao fögnuðu sigrinum vel og innilega enda ekki á hverjum degi sem Baskarnir vinna titil. Villalibre spilaði meðal annars á trompet í fagnaðarlátunum eins og sjá má hér fyrir neðan. ! #DenonAmetsa #BiziAmetsa #AthleticClub pic.twitter.com/2F1NmCVmEt— Athletic Club (@Athletic_en) January 17, 2021 Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao fagnar sigri í spænska ofurbikarnum. Liðið vann keppnina einnig 1984 og 2015. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu í leiknum í gær sem fór fram í Sevilla. Forystan entist ekki lengi því á 42. mínútu jafnaði Óscar de Marcos fyrir Athletic Bilbao og staðan í hálfleik var 1-1. Griezmann kom Börsungum öðru sinni yfir á 77. mínútu og það mark virtist ætla að duga þeim til sigurs. En Bilbæingar áttu ás upp í erminni. Á lokamínútunni jafnaði Villalibre fyrir Athletic Bilbao eftir aukaspyrnu frá Iker Munain og því þurfti að framlengja. Villalibre hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu. Framlengingin var aðeins þriggja mínútna gömul þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir í fyrsta sinn í leiknum, 2-3. HIGHLIGHTS I Relive all the best moments from Athletic's dramatic victory in the #Supercopa 2021 Final. @FCBarcelona 2 -3 #AthleticClub #DenonAmetsa #BiziAmetsa pic.twitter.com/Nt3vNWyiEX— Athletic Club (@Athletic_en) January 18, 2021 Börsungum tókst ekki að skora jöfnunarmark á þeim 27 mínútum sem eftir voru af framlengingunni og mótlætið virtist fara í taugarnar á Messi. Argentínumaðurinn fékk rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá til Villalibre. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi er rekinn af velli sem leikmaður Barcelona. Leikmenn Athletic Bilbao fögnuðu sigrinum vel og innilega enda ekki á hverjum degi sem Baskarnir vinna titil. Villalibre spilaði meðal annars á trompet í fagnaðarlátunum eins og sjá má hér fyrir neðan. ! #DenonAmetsa #BiziAmetsa #AthleticClub pic.twitter.com/2F1NmCVmEt— Athletic Club (@Athletic_en) January 17, 2021 Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao fagnar sigri í spænska ofurbikarnum. Liðið vann keppnina einnig 1984 og 2015.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira