Sögð hafa stolið tölvu Pelosi og ætlað að afhenda hana Rússum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 08:18 Riley June Williams sést hér í þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn. Myndin er skjáskot úr myndbandi sem ITV News birti. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið konu á þrítugsaldri sem grunuð er um að hafa ætlað að reyna að selja Rússum tölvu í eigu Nancy Pelosi, leiðtoga fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hin 22 ára Riley June Williams var handtekin í Pennsylvaníu en hún var í hópi mótmælenda sem ruddust inn í þinghúsið í Washington þann 6. janúar síðastliðinn. Lögregla hefur undanfarið elt fólkið uppi og handtekið það. Áhersla var lögð á að hafa hendur í hári Riley vegna þess að hún hafði stolið fartölvu Pelosi af skrifstofu hennar. Fyrrverandi kærasti Williams er sagður hafa greint lögreglu frá því að hún hefði í hyggju að selja Rússum tölvuna. Afhending tölvunnar hefði að endingu dottið upp fyrir og Williams væri enn með tölvuna í fórum sínum eða hefði „eyðilagt tækið.“ Drew Hammill, aðstoðarstarfsmannastjóri Pelosi, greindi frá því á Twitter tveimur dögum eftir innrásina í þinghúsið að tölvu hefði verið stolið af skrifstofu Pelosi. Tölvan hefði þó aðeins verið notuð í kynningar og fyrirlestra. Í myndbandi innan úr þinghúsinu þann 6. janúar sést Williams vísa hópi fólks upp stiga, sem leiðir að skrifstofu Pelosi. Búið er að höfða mál á hendur um 200 manns eftir árásina á þinghúsið. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 „Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. 17. janúar 2021 12:17 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Hin 22 ára Riley June Williams var handtekin í Pennsylvaníu en hún var í hópi mótmælenda sem ruddust inn í þinghúsið í Washington þann 6. janúar síðastliðinn. Lögregla hefur undanfarið elt fólkið uppi og handtekið það. Áhersla var lögð á að hafa hendur í hári Riley vegna þess að hún hafði stolið fartölvu Pelosi af skrifstofu hennar. Fyrrverandi kærasti Williams er sagður hafa greint lögreglu frá því að hún hefði í hyggju að selja Rússum tölvuna. Afhending tölvunnar hefði að endingu dottið upp fyrir og Williams væri enn með tölvuna í fórum sínum eða hefði „eyðilagt tækið.“ Drew Hammill, aðstoðarstarfsmannastjóri Pelosi, greindi frá því á Twitter tveimur dögum eftir innrásina í þinghúsið að tölvu hefði verið stolið af skrifstofu Pelosi. Tölvan hefði þó aðeins verið notuð í kynningar og fyrirlestra. Í myndbandi innan úr þinghúsinu þann 6. janúar sést Williams vísa hópi fólks upp stiga, sem leiðir að skrifstofu Pelosi. Búið er að höfða mál á hendur um 200 manns eftir árásina á þinghúsið.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 „Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. 17. janúar 2021 12:17 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
„Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. 17. janúar 2021 12:17
Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48