Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. janúar 2021 09:00 Eva Laufey Kjaran segir að það skipti sig máli að reyna að hafa förðunina náttúrulega. HI beauty „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. Eva Laufey er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty og viðurkenndi þar að oftast sér hún sjálf um að farða sig fyrir sjónvarpið, en hún tekur reglulega upp matreiðsluþætti og einnig innslög fyrir Ísland í dag. Hún leggur samt mesta áherslu á hárgreiðsluna og spilar hárblásari þar lykilhlutverk alla daga. „Það er mikið gert grín að mér af því ég elska blástur. Ég elska góðan blástur af því ég er sko níræð inn við beinið,“ segir Eva Laufey og hlær. Öruggari með sig ef hárið er í lagi „Svavar Örn vinur minn er búinn að vera hárgreiðslumaðurinn minn í sautján ár og hann hefur kennt mér mátt blástursins.“ Eva Laufey segir að hún blási alltaf á sér hárið eftir þvott og notar við það rúllubursta. Við sérstök tilefni setur hún svo rúllur í hárið. „Hárið mitt skiptir mig örugglega meira máli en að vera vel förðuð. Ég eiginlega hugsa fyrst um hárið, því að ég er miklu öruggari með mig ef hárið er í lagi.“ Hún notar mikið hársprey en leggur líka áherslu á góða hitavörn. „Að passa hárið mitt fyrir hitanum af því ég blæs það nánast á hverjum degi.“ Klippa: Snyrtiborðið - Eva Laufey Kjaran Í þættinum talar Eva Laufey líka um leyndarmálið á bak við fyllinguna í hárinu, uppáhalds húðvörurnar, það sem er í snyrtitöskunni hennar og segir frá húðrútínunni sinni kvölds og morgna. Eva Laufey notar mikið Sensai vörur og segir frá þeim í viðtalinu, en taka skal fram að hún hefur í mörg ár verið í samstarfi með snyrtivörumerkinu. Svo gefur Heiður góð ráð um litlu hárin sem virðast aldrei tolla föst við taglið og Ingunn fjallar um góðar leiðir til að setja á sig kinnalit. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Hárið þeirra er stíliserað með John Frieda hárvörum. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty HI beauty Förðun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Sér eftir að hafa tekið „skinkutímabil“ í förðun Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir segir að hún hafi fyrst lært að farða sig almennilega eftir háskólanám, en fram af því hafði hún oftast bara verið með maskara og sólarpúður. 21. desember 2020 12:30 Byrjaði að hugsa um húðina eftir helgarferð með Garðari Gunnlaugs „Ég er óhræddur að vera bara ég, sama hvað það þýðir á hverri stundu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega hress og drífandi og hefur verið það alveg frá því hann var barn. 16. desember 2020 08:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Eva Laufey er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty og viðurkenndi þar að oftast sér hún sjálf um að farða sig fyrir sjónvarpið, en hún tekur reglulega upp matreiðsluþætti og einnig innslög fyrir Ísland í dag. Hún leggur samt mesta áherslu á hárgreiðsluna og spilar hárblásari þar lykilhlutverk alla daga. „Það er mikið gert grín að mér af því ég elska blástur. Ég elska góðan blástur af því ég er sko níræð inn við beinið,“ segir Eva Laufey og hlær. Öruggari með sig ef hárið er í lagi „Svavar Örn vinur minn er búinn að vera hárgreiðslumaðurinn minn í sautján ár og hann hefur kennt mér mátt blástursins.“ Eva Laufey segir að hún blási alltaf á sér hárið eftir þvott og notar við það rúllubursta. Við sérstök tilefni setur hún svo rúllur í hárið. „Hárið mitt skiptir mig örugglega meira máli en að vera vel förðuð. Ég eiginlega hugsa fyrst um hárið, því að ég er miklu öruggari með mig ef hárið er í lagi.“ Hún notar mikið hársprey en leggur líka áherslu á góða hitavörn. „Að passa hárið mitt fyrir hitanum af því ég blæs það nánast á hverjum degi.“ Klippa: Snyrtiborðið - Eva Laufey Kjaran Í þættinum talar Eva Laufey líka um leyndarmálið á bak við fyllinguna í hárinu, uppáhalds húðvörurnar, það sem er í snyrtitöskunni hennar og segir frá húðrútínunni sinni kvölds og morgna. Eva Laufey notar mikið Sensai vörur og segir frá þeim í viðtalinu, en taka skal fram að hún hefur í mörg ár verið í samstarfi með snyrtivörumerkinu. Svo gefur Heiður góð ráð um litlu hárin sem virðast aldrei tolla föst við taglið og Ingunn fjallar um góðar leiðir til að setja á sig kinnalit. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Hárið þeirra er stíliserað með John Frieda hárvörum. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty
Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Hárið þeirra er stíliserað með John Frieda hárvörum. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty
HI beauty Förðun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Sér eftir að hafa tekið „skinkutímabil“ í förðun Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir segir að hún hafi fyrst lært að farða sig almennilega eftir háskólanám, en fram af því hafði hún oftast bara verið með maskara og sólarpúður. 21. desember 2020 12:30 Byrjaði að hugsa um húðina eftir helgarferð með Garðari Gunnlaugs „Ég er óhræddur að vera bara ég, sama hvað það þýðir á hverri stundu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega hress og drífandi og hefur verið það alveg frá því hann var barn. 16. desember 2020 08:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30
Sér eftir að hafa tekið „skinkutímabil“ í förðun Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir segir að hún hafi fyrst lært að farða sig almennilega eftir háskólanám, en fram af því hafði hún oftast bara verið með maskara og sólarpúður. 21. desember 2020 12:30
Byrjaði að hugsa um húðina eftir helgarferð með Garðari Gunnlaugs „Ég er óhræddur að vera bara ég, sama hvað það þýðir á hverri stundu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega hress og drífandi og hefur verið það alveg frá því hann var barn. 16. desember 2020 08:01