Of lítil þátttaka í leghálsskimunum stórt vandamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2021 08:15 Kristján Oddsson er fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu og leiðir nú þá vinnu að færa skimun yfir til heilsugæslunnar. visir / friðrik Helmingi fleiri konur deyja úr leghálskrabbameini árlega en fyrir tíu árum. Kvensjúkdómalæknir segir þátttöku kvenna í leghálsskimunum vera stórt vandamál. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira