Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Ak. 105-90 | ÍR keyrði yfir Þór í þriðja leikhlutanum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2021 19:50 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Þór Akureyri er án stiga en ÍR er með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Domino's deild karla eftir að ÍR-ingar unnu 105-90 sigur í leik liðanna í kvöld. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum. ÍR-ingarnir voru ávallt skrefi á undan en Þórsararnir voru ekki langt frá. Everage Richardson var frábær og gerði átján stig í fyrri hálfleik. Þórsarar voru að setja þriggja stiga skot á góðum tímapunkti, eða hvenær er það slæmur tímapunktur, en að minnsta kosti á góðum tímapunkti til þess að minnka muninn og komast nær ÍR-ingum sem leiddu með þremur stigum í hálfleik, 51-48. Síðari hálfleikurinn byrjaði vel fyrir Þórsarar. Þeir voru búnir að jafna í upphafi síðari hálfleiks, í fyrsta sinn síðan staðan var 0-0, og komust yfir skömmu síðar. Í fyrsta sinn í leiknum. Sú forysta hélt ekki lengi því ÍR-ingar gjörsamlega keyrðu yfir gestina það sem eftir lifði þriðja leikhlutans. Þeir enduðu á því að vinna leikhlutann 31-16. Rosalegur viðsnúningur og eftir það var ekki litið til baka. Lokatölur 105-90. Everage var frábær í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann ÍR? Þriðji leikhlutinn. Rosalegur leikhluti. ÍR-ingar keyrðu upp ákefðina og allt önnur ára var yfir liðinu en var í fyrri hálfleik. Að sama skapi urðu gestirnir litlir í sér eftir flottan fyrri hálfleik. Þeir urðu ragir og urðu hræddir á meðan ÍR-ingar hlupu bara yfir þá. Þeir unnu þann leikhluta með fimmtán stigum og sköpuðu sér forystu sem þeir héldu út leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Mér fannst Sigvaldi Eggertsson skínandi góður. Og það var ekkert bara ég því hann var alveg rosalega góður. Hann skilaði að endingu nítján, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Everage Richardson hélt svo uppteknum hætti. Hann gerði 28 stig. Hjá Þórsurum var það Dederik og Ivan sem voru í sérflokki. Dedrik gerði 25 stig og Ivan 24. Hvað gekk illa? Þórsurum frá 22. mínútu og átta mínútur fram. Hvað gerðist þar er erfitt að greina. Eins og stendur hér að ofan gjörsamlega keyrðu heimamenn yfir þá. Þeir urðu ragir við að vinna manninn sinn í ákefðum varnarleik ÍR, hittu ekki skotunum sem þeir fengu og hlupu illa til baka. Þá verður afraksturinn slæmur gegn jafn góðu liði, og raunar gegn öllum deildarinnar. Hart var barist, sér í lagi undir körfunni.vísir/vilhelm Hvað gerist næst? ÍR er á leið í Þorlákshöfn og mæta hinu Þórsliðinu áður en það bíður heimaleikur gegn Haukum. Þórsarar eru í erfiðu prógrammi en næstu þrír leikir eru gegn KR, Tindastól og Val á heimavelli. Ánægður Sigvaldi „Við vorum að berjast allan leikinn. Þetta var jafnt og ég held að við höfum unnið þetta því við héldum áfram allan leikinn,“ sagði Sigvaldi Eggertsson, leikmaður ÍR, sem var frábær í kvöld. „Við þurftum bara þétta varnarleikinn. Við vorum að skora fullt af stigum og það voru góð varnarstopp í þriðja leikhlutanum.“ Sigvaldi átti skínandi leik og var eðlilega sáttur með frammistöðuna í kvöld. „Ég er mjög ánægður með mig,“ sagði Sigvaldi sem sagði mikilvægt að verja heimavöllinn. Hann bætti því einnig við að það væri lang skemmtilegast að spila. Það væri spilað á tveggja til þriggja daga fresti, það væri möguleiki á því að fara í heitt og kalt og svo spila. Það væri lang skemmtilegast. Bjarki skildi ekkert í dómgæslunni.vísir/vilhelm Bjarki Ármann: Spyr mig hvert körfuboltinn er að fara „Við misstum hausinn og fórum að tapa boltanum illa. Við létum dómararnir fara í taugarnar á okkur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs í leikslok. „Ég ætla ekki að fara að gagnrýna störf dómaranna en maður er hugsi hvert körfuboltinn er kominn þegar það má hanga og berja á mönnum sem eru tveir metrar en það má ekki snerta bakverðina út á miðjum velli.“ „Þetta er að gerast trekk í trekk. Ég er ekki að gagnrýna störf þessara dómara. Þeir eru bara að dæma eftir reglunum og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist.“ „Ég er ekki búinn að fara yfir tölfræðina en ég veit ekki hversu oft spænski tveggja metra maðurinn fékk villu inn í teignum. Ég held að það séu einar eða tvær villur dæmdar á hann allan leikinn.“ „Það var mjög jákvætt hversu einbeittir strákarnir voru í upphafi leiks. Það var eitt af því sem við töluðum um að laga. Við höfum verið að lenda undir í byrjun en þetta er lið sem spilar á fáum mönnum. Þetta getur gerst en við erum að koma fleirum inn í þetta. Ungu strákarnir komu vel inn í þetta í lokin.“ Dominos-deild karla ÍR Þór Akureyri
Þór Akureyri er án stiga en ÍR er með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Domino's deild karla eftir að ÍR-ingar unnu 105-90 sigur í leik liðanna í kvöld. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum. ÍR-ingarnir voru ávallt skrefi á undan en Þórsararnir voru ekki langt frá. Everage Richardson var frábær og gerði átján stig í fyrri hálfleik. Þórsarar voru að setja þriggja stiga skot á góðum tímapunkti, eða hvenær er það slæmur tímapunktur, en að minnsta kosti á góðum tímapunkti til þess að minnka muninn og komast nær ÍR-ingum sem leiddu með þremur stigum í hálfleik, 51-48. Síðari hálfleikurinn byrjaði vel fyrir Þórsarar. Þeir voru búnir að jafna í upphafi síðari hálfleiks, í fyrsta sinn síðan staðan var 0-0, og komust yfir skömmu síðar. Í fyrsta sinn í leiknum. Sú forysta hélt ekki lengi því ÍR-ingar gjörsamlega keyrðu yfir gestina það sem eftir lifði þriðja leikhlutans. Þeir enduðu á því að vinna leikhlutann 31-16. Rosalegur viðsnúningur og eftir það var ekki litið til baka. Lokatölur 105-90. Everage var frábær í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann ÍR? Þriðji leikhlutinn. Rosalegur leikhluti. ÍR-ingar keyrðu upp ákefðina og allt önnur ára var yfir liðinu en var í fyrri hálfleik. Að sama skapi urðu gestirnir litlir í sér eftir flottan fyrri hálfleik. Þeir urðu ragir og urðu hræddir á meðan ÍR-ingar hlupu bara yfir þá. Þeir unnu þann leikhluta með fimmtán stigum og sköpuðu sér forystu sem þeir héldu út leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Mér fannst Sigvaldi Eggertsson skínandi góður. Og það var ekkert bara ég því hann var alveg rosalega góður. Hann skilaði að endingu nítján, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Everage Richardson hélt svo uppteknum hætti. Hann gerði 28 stig. Hjá Þórsurum var það Dederik og Ivan sem voru í sérflokki. Dedrik gerði 25 stig og Ivan 24. Hvað gekk illa? Þórsurum frá 22. mínútu og átta mínútur fram. Hvað gerðist þar er erfitt að greina. Eins og stendur hér að ofan gjörsamlega keyrðu heimamenn yfir þá. Þeir urðu ragir við að vinna manninn sinn í ákefðum varnarleik ÍR, hittu ekki skotunum sem þeir fengu og hlupu illa til baka. Þá verður afraksturinn slæmur gegn jafn góðu liði, og raunar gegn öllum deildarinnar. Hart var barist, sér í lagi undir körfunni.vísir/vilhelm Hvað gerist næst? ÍR er á leið í Þorlákshöfn og mæta hinu Þórsliðinu áður en það bíður heimaleikur gegn Haukum. Þórsarar eru í erfiðu prógrammi en næstu þrír leikir eru gegn KR, Tindastól og Val á heimavelli. Ánægður Sigvaldi „Við vorum að berjast allan leikinn. Þetta var jafnt og ég held að við höfum unnið þetta því við héldum áfram allan leikinn,“ sagði Sigvaldi Eggertsson, leikmaður ÍR, sem var frábær í kvöld. „Við þurftum bara þétta varnarleikinn. Við vorum að skora fullt af stigum og það voru góð varnarstopp í þriðja leikhlutanum.“ Sigvaldi átti skínandi leik og var eðlilega sáttur með frammistöðuna í kvöld. „Ég er mjög ánægður með mig,“ sagði Sigvaldi sem sagði mikilvægt að verja heimavöllinn. Hann bætti því einnig við að það væri lang skemmtilegast að spila. Það væri spilað á tveggja til þriggja daga fresti, það væri möguleiki á því að fara í heitt og kalt og svo spila. Það væri lang skemmtilegast. Bjarki skildi ekkert í dómgæslunni.vísir/vilhelm Bjarki Ármann: Spyr mig hvert körfuboltinn er að fara „Við misstum hausinn og fórum að tapa boltanum illa. Við létum dómararnir fara í taugarnar á okkur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs í leikslok. „Ég ætla ekki að fara að gagnrýna störf dómaranna en maður er hugsi hvert körfuboltinn er kominn þegar það má hanga og berja á mönnum sem eru tveir metrar en það má ekki snerta bakverðina út á miðjum velli.“ „Þetta er að gerast trekk í trekk. Ég er ekki að gagnrýna störf þessara dómara. Þeir eru bara að dæma eftir reglunum og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist.“ „Ég er ekki búinn að fara yfir tölfræðina en ég veit ekki hversu oft spænski tveggja metra maðurinn fékk villu inn í teignum. Ég held að það séu einar eða tvær villur dæmdar á hann allan leikinn.“ „Það var mjög jákvætt hversu einbeittir strákarnir voru í upphafi leiks. Það var eitt af því sem við töluðum um að laga. Við höfum verið að lenda undir í byrjun en þetta er lið sem spilar á fáum mönnum. Þetta getur gerst en við erum að koma fleirum inn í þetta. Ungu strákarnir komu vel inn í þetta í lokin.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum