Sorgarsaga Brynjar Níelsson skrifar 22. janúar 2021 11:06 Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Brynjar Níelsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar