Rúmlega fimmtíu þúsund Þjóðverjar hafa dáið vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 14:26 Þjóðverjar bíða eftir því að komast í bólusetningu. EPA/OLIVER VOGLER Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Þýskalandi er kominn yfir fimmtíu þúsund. Yfirvöld þar opinberuðu í dag 859 dauðsföll milli daga og samkvæmt opinberum tölum hafa 50.642 dáið þar í landi. Fjöldi látinna hefur aukist hratt á undanförnum vikum, samhliða því að dregið hefur úr hraðri dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Það var þann 10. janúar sem Þýskaland fór yfir 40 þúsund látna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, varaði við því í dag að faraldurinn væri enn á fullu skriði og ekki væri hægt að draga úr takmörkunum að svo stöddu. Núverandi takmarkanir voru nýverið framlengdar til 14. febrúar. Spahn sagði á blaðamannafundi í dag að það væri jákvætt að fjöldi nýsmitaðra hefði dregist saman á undanförnum dögum en hann væri enn allt of hár. Veturinn hefði verið erfiður en von væri á betra sumri. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar sluppu Þjóðverjar tiltölulega vel í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og var takmörkunum aflétt snemma. Hins vegar fjölgaði smituðum hratt í haust og í vetur. Í apríl virtust Þjóðverjar til að mynda í mun betri stöðu en nágrannar sínir. Sjá einnig: Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Um 83 milljónir manna búa í Þýskalandi en í ríkjum eins og Ítalíu, Bretlandi, Frakklandi og Spáni búa færri en fleiri hafa bæði smitast og dáið. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Fjöldi látinna hefur aukist hratt á undanförnum vikum, samhliða því að dregið hefur úr hraðri dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Það var þann 10. janúar sem Þýskaland fór yfir 40 þúsund látna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, varaði við því í dag að faraldurinn væri enn á fullu skriði og ekki væri hægt að draga úr takmörkunum að svo stöddu. Núverandi takmarkanir voru nýverið framlengdar til 14. febrúar. Spahn sagði á blaðamannafundi í dag að það væri jákvætt að fjöldi nýsmitaðra hefði dregist saman á undanförnum dögum en hann væri enn allt of hár. Veturinn hefði verið erfiður en von væri á betra sumri. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar sluppu Þjóðverjar tiltölulega vel í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og var takmörkunum aflétt snemma. Hins vegar fjölgaði smituðum hratt í haust og í vetur. Í apríl virtust Þjóðverjar til að mynda í mun betri stöðu en nágrannar sínir. Sjá einnig: Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Um 83 milljónir manna búa í Þýskalandi en í ríkjum eins og Ítalíu, Bretlandi, Frakklandi og Spáni búa færri en fleiri hafa bæði smitast og dáið.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46
Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02