Höfuðstór horrengla Guðmundur Gunnarsson skrifar 22. janúar 2021 14:31 Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun