Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 15:09 Manninum var árið 2019 neitað um starf sem skólabílstjóri hjá sveitarfélaginu vegna kærunnar frá 2012. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri. Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu